112 Ævintýri – Ætli þeir séu þá tveir til, óræstis Grámennirnir þeir arna? segja þeir Það væri gaman að forvitnast um það og skulum við snöggvast skreppa til baka og sjá hvað hinum Grámanninum líður og vita svo hvort þetta er sá sami, segja þeir Binda þeir nú uxann við eik og snúa aftur En er leiti bar á milli þaut Grámann ofan úr eikinni, leysti uxann og leiddi hann hið skjótasta heim til sín í garðshorn Skipaði hann karli og kerlingu að slátra uxanum í snatri, lét flá belg af honum og steypa tóm kerti úr tólginni. Var nú heldur en ekki glatt á hjalla í kotinu Nú er að segja frá kóngsmönnum Þegar þeir koma að eikinni sem hinn fyrri Grámann hékk í var þar enginn Grámann; hlupu þeir þá að hinni eikinni en gripu þar eins í tómt því þar var enginn Grámann og uxinn var horfinn frá eikinni sem hann átti að vera við Nú sáu kóngsmenn fyrst hverjum brögðum þeir höfðu verið beittir og fóru heim og sögðu kónginum frá hvar komið var Lætur þá kóngur undireins boða Grámann á sinn fund og verða þau karl og kerling dauðhrædd því nú töldu þau víst að Grámann sinn yrði miskunnarlaust hengdur En Grámann kærði sig hvergi og fór þegar á kóngsfund Þá segir kóngur: – Stalstu uxanum mínum, Grámann? – Já, herra, segir hann, ég mátti til að bjarga lífinu Þá segir kóngur: – Ég skal enn gefa þér þessa sök upp ef þú stelur í nótt rekkjuvoðunum úr rúminu undan okkur, mér og drottningu minni! – Það getur enginn, segir Grámann, eða hvernig á ég að komast inn í kóngsgarðinn og fara að því? – Það máttu segja þér sjálfur, segir kóngur, en líf þitt liggur við Skilja þeir nú og fer Grámann heim í garðshorn Þykjast þau karl og kerling hafa heimt hann úr helju og fagna honum vel Hann tekur þá nokkrar merkur af mjöli og biður kerlingu sjóða graut og hafa hann í þykkara lagi Hún gerir það og þegar grauturinn er tilbúinn lætur Grámann hann í dálitla skjólu og hefur lok yfir skjólunni svo grauturinn kólni ekki mikið Síðan gengur hann með skjóluna heim í kóngsgarðinn og getur laumast inn í hann um kvöldið svo enginn varð var við og felur sig síðan inni í einhverju skúmaskoti Síðan var kóngsgarðinum rammlega lokað því nú átti ekki að láta Grámann komast inn í hann Gert í rúmið En þegar Grámann vissi að allir voru sofnaðir inni í kóngsgarðinum og kóngur og drottning í fasta svefni, þá gengur hann inn að rúminu þeirra mjög hljóðlega og lyftir ofan af þeim rúmfötunum ofan að miðju Síðan lætur hann grautinn drjúpa með hægð úr skjólunni niður í rúmið milli kóngs og leiti: hæð tólg: bræddur mör, innanfitan úr uxanum kærði sig hvergi: stóð alveg á sama, var ósmeykur merkur, mörk: hálft pund
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=