111 karlinum að taka til handa sér reiptagl því hann þurfi að halda á því í bítið á morgun Karl gerir það Sofa þau nú öll um nóttina Leikið á kóngsmenn Snemma um morguninn fer Grámann á fætur, tekur reiptaglið og gengur í burtu Gengur hann út á skóg þar sem hann vissi að leið kóngsmanna með uxann lá um Snýr hann þar að eik einni stórri skammt frá veginum, bregður reipinu um háls sér og hengir sig upp í eikina Skömmu síðar koma kóngsmenn með uxann Þeim verður litið við og sjá hvar Grámann hangir í eikinni Þá segja þeir að við einhverja fleiri hafi Grámann verið að glettast en kónginn því þarna hafi þeir nú hengt hann og muni þeir ekki þurfa að óttast piltinn að hann taki af þeim uxann héðan af Gáfu þeir svo þessu ekki meiri gaum og héldu áfram sína leið Þegar kóngsmenn voru komnir í hvarf fer Grámann ofan úr eikinni og hleypur eftir leynistig um skóginn fram fyrir kóngsmenn og hengir sig þar aftur upp í eik eina spottakorn frá veginum Þegar kóngsmenn koma þar verður þeim litið á hvar Grámann hangir í eikinni Kynjar þá nú á þessu og skilja ekki í, hverjum brögðum þeir séu beittir Kóngsmenn sjá þá hvar Grámann hangir í eikinni. koma ekki í lóg: geta ekki eytt gefa gaum: veita athygli kynjar þá nú á þessu: furða þeir sig á þessu, undrast þetta
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=