Gegnum holt og hæðir - rafbók

109 og hártogun orða sinna og rekur hann heimleiðis aftur með kúna Fer karl þá og teymir eftir sér kúna og þykir ferðin orðin ill Maðurinn í sekknum En á leiðinni gerir á hann niðmyrkan norðanbyl með frosti svo hann villist og sér nú ekki annað en hann muni sjálfsagt missa kúna og líklegast verða úti sjálfur En í því hann er að hugsa um þessi bágindi sín kemur að honum gangandi maður með stóran sekk á bakinu Maðurinn spyr karlinn hvernig á því standi að hann sé þar í slíku veðri með kú á ferð Karl segir honum þá allt hvernig á standi Hinn segir að hann megi vera viss um að missa kúna og óvíst að hann komist lífs af sjálfur – Er þér miklu betra, karl minn, segir hann, að láta mig fá kúna fyrir sekkinn sem ég ber Því þú getur vel komist áfram leiðar þinnar með hann en í honum er kjöt og bein Og hvort sem þeir töluðu um þetta lengur eða skemur þá höfðu þeir kaupin Tók maðurinn kúna og fór burt með hana en karl vasaði á stað með sekkinn og þótti hann firna þungur Komst nú karl heim og sagði kerlingu sinni hvernig farið hefði um kúna en lét drýgilega yfir sekknum Byrstist þá kerling en karl bað hana hið skjótasta að setja upp pott með vatni Setti hún upp stærsta pottinn í kotinu og fyllti hann með vatni Þegar vatnið sauð fór karlinn að leysa frá sekknum og var nú heldur en ekki hreifingur í honum En þegar hann var búinn að leysa frá sekknum hljóp upp úr honum lifandi maður fulltíða í gráum fötum frá hvirfli til ilja og sagði að þau mundu verða að sjóða eitthvað annað en sig Varð nú karlinn hissa, en kerlingin bálvond og sagði að þarna væri hann kominn með flónskuna Upp úr sekknum hljóp lifandi maður í gráum fötum. hártogun: útúrsnúningur vasaði: rigsaði, skundaði firna þungur: geysilega þungur hreifingur, hreyfingur: fjör, kæti, smáhreykni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=