108 Ævintýri 29. Grámann Sögugluggi Einu sinni var kóngur og drottning í ríki sínu og karl og kerling í koti sínu Kóngur var auðugur mjög að gangandi fé en ekki átti hann nema eina dóttur barna og bjó hún í veglegri skemmu með meyjum sínum Karlinn var fátækur; hann átti ekkert barn en hafði viðurværi sitt og kerlu sinnar af einni kú sem þau áttu Einu sinni sem oftar fór karlinn til kirkju og lagði presturinn út af gjafmildinni og fyrirheiti hennar Þegar karlinn kom heim frá kirkjunni spurði kerling hvað hann segði sér gott úr messunni Karlinn lét ríflega yfir því og var hinn glaðasti, sagði að í dag hefði verið gott að heyra til prestsins; því hann hefði sagt að sá sem gæfi, honum mundi gefast þúsundfalt aftur Kerlingu þótti þetta æði djúpt tekið í árinni og hélt að karl sinn hefði ekki tekið rétt eftir orðum prests En karl var fastur á því og körpuðu þau um það stundarkorn en hvort hélt þó sinni ætlan um þetta Daginn eftir tekur karlinn sig til, fær sér fjölda manna og byggir sér fjós fyrir eitt þúsund kúa Kerling amaðist mjög við heimsku þessari sem hún kallaði svo en fékk engu tauti við ráðið Að fjósbyggingunni lokinni fer nú karlinn að hugsa um hverjum hann eigi að gefa kúna sína Vissi hann engan nógu ríkan til þess að gefa sér fyrir hana þúsund kýr nema ef það væri kóngurinn sjálfur en hann kom sér ekki að því að fara til hans Hann réð þá loksins af að fara til prestsins því hann vissi af honum vel efnuðum og hélt að hann mundi og síst láta orð sín til skammar verða Fer nú karlinn og teymir kúna sína til prestsins hvernig sem kerlingin setti sig á móti því Finnur hann prest og gefur honum kúna Prestur undrast það og spyr hverju þetta sæti Karl segir honum allan aðdraganda og orsök gjafarinnar Prestur brást þurrlega við og sneypir karlinn fyrir ranga eftirtekt lagði út af: talaði út frá, fjallaði um djúpt tekið í árinni: fullyrt mikið, mikið sagt körpuðu: deildu, rifust fékk engu tauti við ráðið: gat ekki talið um fyrir, haft áhrif á
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=