Gegnum holt og hæðir - rafbók

105 – Þau fóru með hálft ellefta svín þangað og ætluðu að gæta þeirra – Með hálft ellefta svín, segir Rauðskeggur, það er ómögulegt Annaðhvort hafa þau hlotið að vera tíu eða ellefu Eða hvernig getur þú fullvissað mig um það, sonur góður, að það hafi verið hálft ellefta svín sem þau fóru með? – Ég segi þér það ekki, nema þú lofir mér að vera í sjö ár enn hjá móður minni, segir Báráður – Það má ég alls ekki, mælti Rauðskeggur, því að þá verður þú orðinn mitt ofurefli Að þrátta lengur eða skemur Hvort sem þeir þráttuðu lengur eða skemur um þetta þá fór svo að lokum að Rauðskeggur lofaði Báráði að vera sjö ár enn hjá móður sinni ef hann segði sér hvernig það væri lagað með svínin Báráður er þá ekki seinn á sér, hleypur inn í svínastíuna, tekur hálfa svínið, fleygir því í Rauðskegg og segir: – Þarna er hálft svín, hinn helminginn batt ég á bak á einu lifandi svíni svo að þau fóru með hálft ellefta svín út í skóginn – Ó, svei kerlingunni sem soðið drakk og beinin át Hvorki ætlaðist ég til að í þér yrði aflið né vitið, segir Rauðskeggur og rýkur af stað – Blessuð veri móðir mín fyrir það, segir Báráður og sat nú inni þar til karl og kerling komu heim Urðu þau mjög glöð þegar þau sáu Báráð og spurðu hvort enginn hefði komið Hann sagði þeim sem var og það með að Rauðskeggur ætlaði að lofa honum að vera hjá þeim sjö ár enn Gleði þeirra karls og kerlingar var ósegjanlega mikil yfir þessu óvænta láni Skammt frá kotinu var kóngsríki Þangað gekk Báráður oft því að honum þótti dauflegt heima Bar þar margt fyrir augu sem honum þótti gaman að sjá en sérstaklega hafði hann gaman af að líta eftir öllu smíði, einkum húsasmíði Einu sinni fór hann til kóngsins og bað hann að gefa sér spýtur Kóngur spurði hvað hann ætlaði að gera með þær Báráður kvaðst ætla að reyna að smíða hús úr þeim Konungur gaf honum þá eins mikinn við og hann vildi í húsið og smíðatól Tekur Báráður þá að flytja viðinn heim að kotinu og byrjar á hússmíðinni Er hann að þessu smíði í sjö ár Húsið var fremur óbrotið og lítið með einum glugga og lágu stigar tveir upp í hann, annar inni í húsinu en hinn úti og náðu þeir saman uppi í glugghúsinu Að sjö árum liðnum kemur afmælisdagurinn þegar Báráður verður tuttugu og eins árs Þá segir hann við karl og kerlingu: – Nú verður sjálfsagt ekkert undanfæri Ég verð að fara með Rauðskegg þegar hann kemur Ég held að það sé best að þið séuð heima í dag því að í sjálfu sér gildir það einu hvort þið sjáið mig fara eða ekki Þau kváðust það gera mundu fyrir hans orð og óskuðu nú af heilum hug að hann þyrfti ekki að fara frá þeim Þau sitja nú öll inni og bíða átekta óbrotið: einfalt, fábrotið það gildir einu: það skiptir engu, má einu gilda

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=