Gegnum holt og hæðir - rafbók

103 – Heill sértu, sonur góður – Svo sértu líka En ég er ekki þinn sonur, heldur karls og kerlingar, segir Báráður – Já, svei kerlingunni, sem soðið drakk og beinin át, því að hvorki ætlaðist ég til, að yrði í þér aflið né vitið, segir Rauðskeggur – Blessuð veri móðir mín fyrir það, segir strákur – Eru karl og kerling heima núna? spyr Rauðskeggur – Nei, svarar Báráður – Hvar eru þau? – Þau eru út í skógi, segir strákur – Hvað eru þau þar að gera? – Þau ætluðu að skilja eftir það sem þau fyndu en koma með það sem þau fyndu ekki, sagði strákur – Að koma með það sem þau finna ekki en skilja það eftir sem þau finna? Það skil ég ekki eða hvernig getur þú heimfært mér það, sonur góður? segir karl – Ekki er ég þinn son og ekki segi ég þér neitt um þetta nema þú lofir mér að vera sjö ár hjá móður minni enn þá, segir Báráður –Það má ég ekki, segir karl – Jæja þá, þú færð þá ekkert að vita, segir strákur Þeir þráttuðu dálítið um þetta en svo lauk að Rauðskeggur lofaði Báráði að vera sjö ár hjá móður sinni enn þá ef hann fengi að vita það sem hann spurði um – Jæja þá, segir Báráður Þau fóru með rekkjuvoðirnar sínar út í skóg og ætluðu að tína úr þeim flærnar og lýsnar Og eins og þú getur skilið skilja þau eftir það sem þau finna en koma heim með það sem þau finna ekki í rekkjuvoðunum – Ó, svei kerlingunni sem soðið drakk og beinin át Hvorki ætlaðist ég til þess að í þér yrði aflið né vitið, segir karl um leið og hann fór Um kvöldið komu karl og kerling heim Urðu þau glaðari en frá megi segja þegar þau sjá son sinn Báráður og rauðskeggjaði maðurinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=