100 Ævintýri – Áfram hélt ég, segir strákur, og kom þá inn í hvern salinn af öðrum Að lokum kom ég inn í þann tólfta sem var stærstur og mestur af þeim öllum Ekki voru þar nein húsgögn nema eitt stórt borð innst Ég gekk að borðinu og sá þá að þar lá opin bók og á opnuna höfðu verið skrifuð nokkur orð, stórum, skýrum stöfum Og hvað heldurðu nú, kóngur minn að hafi staðið þarna? – Ja, nú veit ekki kóngur því margt er skrítið í náttúrunnar ríki – Satt er það, en þarna stóð reyndar að þú, kóngur minn værir vitlausasti kóngur sem fyrirfyndist í víðri veröld, sagði strákur – Nei, nú lýgurðu, strákur, þessu trúi ég ekki, sagði kóngur – Auðvitað lýg ég, það hef ég gert allan tímann, sagði strákur En nú ertu búinn að segja að þú trúir mér ekki svo að nú fæ ég verðlaunin sem þú varst búinn að lofa Kóngurinn sá þá að strákurinn hafði leikið á hann En hann gat ekki annað en dáðst að honum fyrir vikið Síðan kvæntist strákur kóngsdótturinni og fékk hálft kóngsríkið strax og afganginn að kónginum látnum Gamla konan, móðir hans, bjó auðvitað hjá honum í höllinni og allir voru ánægðir En glaðastur af öllum var þó kóngurinn því að strákurinn lofaði að segja honum eina sögu á dag það sem hann ætti eftir ólifað og það loforð hélt hann með heiðri og sóma Og þannig lýkur sögunni af færilúsarrassinum Heimildarkona: Arnþrúður Ingólfsdóttir Að lestri loknum 1 Hvaða ráð notaði kóngurinn til að fá nýjar sögur að hlusta á? 2 Hvað bauð kóngurinn að launum fyrir sögu sem hann ekki tryði? 3 Hvað var það sem kóngur sagði alltaf þegar hann var spurður hvort hann tryði sögunum? 4 Lýstu með eigin orðum stráknum sem lék á kónginn 5 Hver er aðalpersóna sögunnar? 6 Endursegðu sögu stráksins með þínum orðum 50–100 orð
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=