Gegnum holt og hæðir afkimi þingmannaleið áhrínsorð krossmessa sál orðfall áfasopi útigegningar málamatur refjar dróg kolskör afréttur blöndukútur blóðdrefjar lyfberi klakkur reiðingur sili vör léttasótt gandreið farg Jónsmessa lágnætti patína dagmál langafasta semingur forneskja kukl ágirnd mætur fiskiheill kaupanautur málnyta selstaða meinvættur annexía tóftarbrot flautir tólg ákast svartigaldur kleima hofróða hlóðir kaun lögg flautir feigð sút seggur feigð vættur kvíar pallskák sledda skammbiti sýruker mudda sál orðfall áfasopi útigegningar semingur ákast seggur reiðingur sili vör léttasótt Jónsmessa
Kæri nemandi Allir námsmenn þurfa að temja sér góðar námsvenjur. Hér eru góð ráð sem gætu hjálpað þér við lestur. Áður en þú byrjar lesturinn • Skoðaðu bókina vel, myndir, kort og gröf. • Lestu efnisyfirlit og kaflaheiti. • Um hvað fjallar bókin? • Hvað veist þú um efnið? Á meðan þú lest • Finndu aðalatriðin. • Skrifaðu hjá þér minnispunkta. • Gott er að gera skýringar- myndir eða hugarkort. • Spurðu um það sem þú skilur ekki, t.d. orð og orðasambönd. Eftir lesturinn • Rifjaðu upp það sem þú last. • Veltu fyrir þér hvað eru aðalatriði og hvaða atriði skipta minna máli. • Hugsaðu um það sem þú hefur lært og tengdu við það sem þú vissir áður. • Reyndu að endursegja textann með eigin orðum.
Gegnum holt og hæðir Íslenskar þjóðsögur og ævintýri
Íslenskar þjóðsögur og ævintýri ISBN 978-9979-0-2270-1 Edda Hrund Svanhildardóttir safnaði sögunum © 2010 myndir: Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir Ritstjórar: Ingólfur Steinsson og Sigríður Wöhler Orðskýringar, verkefni og inngangstextar: Ingólfur Steinsson Ráðgjöf: Þorsteinn frá Hamri Yfirlestur: Þórdís Guðjónsdóttir 1. útgáfa 2011 Menntamálastofnun Kópavogi Umbrot og hönnun: Námsgagnastofnun Prentun: Litróf ehf. Gegnum holt og hæðir
Efnisyfirlit Efnisyfirlit..................................... 3 Gegnumholtoghæðir.......................... 5 Galdrar....................................... 7 1 Bræðurnirogblaðið....................... 8 2 Kálfurprestur............................ 10 3 Galdra-Loftur............................ 13 4 Svartapilsið............................. 19 5 Gandreið................................ 22 Tröll......................................... 25 6 Átjánskólabræður........................ 26 7 Jónogtröllskessan........................ 29 8 Þorsteinntól............................. 36 9 GissuráBotnum......................... 38 Kímni-ogýkjusögur........................... 41 10 Bakkabræður............................ 42 11 Skyldubátarmínirróaídag?.. . . . . . . . . . . . . . 46 12 Hver rífur svo langan fisk úr roði? . . . . . . . . . . 48 13 Þegiðu, hún móðir mín gaf mér hann . . . . . . . 50 14 SaganafGípu............................ 52 Helgisögur................................... 55 15 Kolbeinnjöklaskáld....................... 56 16 Seint fyllist sálin prestanna 58 17 Syndapokarnir........................... 61 Álfaroghuldufólk............................. 63 18 Álfkonaíbarnsnauð...................... 64 19 Ertu þyrstur, viltu drekka? .. . . . . . . . . . . . . . . . 66 20 Sveinninn sem undi ekki með álfum . . . . . . . . 68 21 Úlfhildurálfkona......................... 69 22 Selmatseljan............................. 73
Efnisyfirlit Draugar.......................................79 23 Hverferhaustgríma........................80 24 Miklabæjar-Solveig 84 25 Tískildingurinn............................89 26 SaganafJónióhrædda......................91 Ævintýri.......................................97 27 Sagan af færilúsarrassinum.. . . . . . . . . . . . . . . . . 98 28 Báráður.................................101 29 Grámann................................108 30 Kerling vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn.. . . . . 116 31 Sagan af Kolrössu krókríðandi. . . . . . . . . . . . . . 119 32 Neyttu meðan á nefinu stendur . . . . . . . . . . . . . 127 33 SaganafFinnuforvitru.. . . . . . . . . . . . . . . . . . . 130 Útilegumenn..................................135 34 Sagan af Ketilríði bóndadóttur.. . . . . . . . . . . . . 136 35 Hallabóndadóttir.........................140 Ýmislegt......................................145 36 Sveinn lögmaður í dularbúningi . . . . . . . . . . . . 146 37 Skíðastaðir..............................149 38 Sagan af kerlingunni fjórdrepnu . . . . . . . . . . . . 152 39 Ingibjörg í Kalmanstungu. . . . . . . . . . . . . . . . . . 157
5 Til nemandans Þjóðsögur og ævintýri eru frásagnir sem hafa lifað í munnmælum mann fram af manni Það þýðir að ekki er vitað um uppruna þeirra, höfunda eða hver sagði þær fyrstur Sögurnar eru misgamlar, sumar þeirra hafa varðveist öldum saman og við vitum að þær eru ekki alltaf byggðar á sönnum eða raunverulegum atburðum Sumar þjóðsögur eru þó þannig að það mætti hugsa sér að þær væru sannar Þær segja okkur líka ýmislegt um það hvernig fólk hugsaði fyrr á öldum, hverju það trúði og hvað það aðhafðist Fáar þjóðir eiga jafn stórt safn af þjóðsögum og Íslendingar Í þessari bók er að finna fjölbreytt safn af sögum Hér eru tröllasögur, útilegumannasögur, sögur af álfum og huldufólki, sögur af körlum í koti sínu, kóngum í höllum sínum, karlssonum og prinsessum, helgisögur, galdrasögur, ýkjusögur, sögur af sæbúum og draugasögur Sumar sögurnar eru heldur óhugnanlegar og voru kannski notaðar til að hræða börn Aðrar eru fyndnar Margar fela í sér einhvern boðskap, eitthvað sem við getum lært af Með því að lesa þjóðsögur og ævintýri kynnist þú bókmenntagrein sem á sér hefð meðal flestra þjóða Þú eflir orðaforða þinn og málvitund og svo hafa sögurnar auðvitað líka skemmtigildi Þjóðsögur hafa ákveðin einkenni og stíllinn er stundum kallaður þjóðsagnastíll Um þjóðsögur • Sögurnar eru yfirleitt frekar stuttar • Sagt er frá í réttri tímaröð • Málfar er kjarnmikið • Yfirleitt eru persónur í sögunum fáar • Margar þjóðsögur innihalda vísur eða stef • Draumar koma oft við sögu • Andstæður eru áberandi í persónusköpun; ríkur – fátækur, vondur – góður, lítill – stór, vitur – heimskur • Endurtekningar eru algengar • Þrítala er mikið notuð • Tölurnar þrír, fimm og sjö og margfeldi þeirra eru mjög mikið notaðar • Stuðlar koma oft fyrir: Gamall sem á grönum má sjá, átján barna faðir í álfheimum • Galdrar, álög Gegnum holt og hæðir Íslenskar þjóðsögur og ævintýri
6 1 Lestu vel yfir alla söguna 2 Skoðaðu vel útskýringar á feitletruðum orðum 3 Ef þú skilur ekki öll orðin skaltu leita skýringa, t d í orðabókum eða á Netinu 4 Reyndu að draga saman aðalatriði sögunnar Um hvað fjallar hún, hvert er aðalefni hennar? Þetta getur þú gert í huganum 5 Prófaðu að segja einhverjum frá sögunni Endursegðu hana með þínum orðum Notaðu Sögugluggann, sem fylgir hverri sögu, til að hjálpa þér að muna efni sögunnar 6 Skoðaðu spurningarnar í lok hverrar sögu Skráðu svörin í stílabók og ræddu þau við félaga þína 7 Reyndu að búa til fleiri spurningar úr efni sögunnar 8 Kynntu þér fleiri þjóðsögur, t d í þjóðsagnasöfnum eða á Netinu Ævintýri eru frásagnir sem sagðar eru fólki til skemmtunar Þau flakka milli landa, taka á sig ýmsar myndir og búninga eftir heimkynnum Í ævintýrum koma gjarnan fyrir kóngur, drottning, prins, prinsessa, bóndi, bóndakona, bóndasonur og bóndadóttir Í þeim er oft norn eða galdrakarl og einnig eru risar algengir Þau gerast oft í höll eða kastala, stundum líka á bóndabæ Ævintýri eru oftast full af furðum, kynjaverum, álögum og töfragripum Þau fjalla yfirleitt um baráttu góðs og ills og eru full af andstæðum: góður – illur, ríkur – fátækur Sögurnar enda oftast vel, amk fyrir aðalpersónurnar sem eru alltaf góðar Í ævintýrum er gjarnan mikið um endurtekningar og þau hefjast oft á orðunum: Einu sinni var og enda á orðunum: Köttur úti í mýri Ævintýri og þjóðsögur eiga margt sameiginlegt og stundum er erfitt að greina á milli Ævintýri gerast venjulega í ímynduðum heimi, eru óbundin stað og tíma, geyma oft galdra eða töfra, langar frásagnir sem ekki er ætlast til að menn trúi Þjóðsögur á hinn bóginn lýsa oft raunverulegri atburðum á stuttan og einfaldan hátt og hafa varðveist í munnmælum Íslenskar þjóðsögur fjalla gjarnan um samskipti fólks við tröll og forynjur, útilegumenn, álfa og óblíð náttúruöflin Ingólfur Steinsson Gott að hafa í huga við lestur þjóðsagna og ævintýra Um ævintýri
7 Galdrar Galdrar eru ekki ofarlega í huga nútímafólks Enda gerum við okkur flest grein fyrir því að við höfum litla hæfileika til að galdra eitt eða neitt Einu galdramennirnir sem við hittum eru í skikkju með pípuhatt og skemmta í veislum Galdratrú er reyndar víða útbreidd enn þá, t d í Afríku Og hér var hún algeng fyrr á öldum Sérstaklega er 17 öldin þekkt fyrir galdramál Þá var fólk brennt á báli á Íslandi fyrir að stunda galdur Sögurnar hér á eftir segja ekki frá galdrabrennum eða réttarhöldum yfir galdramönnum Fyrsta sagan fjallar um það hverju trúin fær áorkað, hvernig trúin flytur fjöll Hún er um bræður sem eiga eldgamalt blað Þeir trúa að blaðið búi yfir krafti og hjálpi þeim við fiskveiðar Næsta saga er af Kálfi presti Árnasyni og Sæmundi fróða Þeir voru báðir sagðir rammgöldróttir og lýsir sagan ýmsum glettum sem fóru milli þeirra Einnig er lýst samskiptum Kálfs við kölska sem taldi sig eiga rétt á sálu hans eftir dauðann Þá kemur sagan af Galdra-Lofti, skólapiltinum sem reyndi að ná valdi yfir sjálfum kölska Sagan um svarta pilsið segir frá undarlegu pilsi sem kemur í veg fyrir barneignir og loks er saga af gandreið kerlingar einnar á nýársnótt Kerling fær reyndar að gjalda fyrir kuklið en þannig er oft endir galdrasagna Það fer heldur illa fyrir þeim sem galdurinn stunda
8 Galdrar Það var einu sinni að bóndi nokkur bjó við sjávarsíðu, hann átti tvo syni Engar sögur fara af honum fyrr en fast undir andlát hans Þá fékk hann þeim gamalt blað með einhverju á og sagði að þeir skyldu bera þetta á sér, einkum þegar þeir færu á sjóinn, því þeir mundu þá ekki afla miður en aðrir Bræður þökkuðu honum fyrir blaðið og fóru að bera sig að lesa það sem á því var en af því að þeir skildu ekkert orðið þá meintu þeir það væri galdur og höfðu því miklar mætur á þessu blaði og létu öngvan mann vita af því Þeir urðu nú þarna búendur eftir föður sinn og gleymdu trauðlega að hafa blaðið á sér og settu mikla trú á það og varð líka eftir trú sinni með aflaveiði Þegar þeir höfðu það á sér þá öfluðu þeir manna best en ef það bar til þeir gleymdu því eftir í landi þá fengu þeir sáralítið eða jafnvel ekkert Það fór mikið orð af því hvað bræður öfluðu vel hjá því sem allir aðrir þar í sveitinni og þóttu á stundum undarlega heppnir því þó mörg skip færu samdægurs á sjó, en enginn yrði var, þá öfluðu þeir Þess vegna voru menn farnir að pulta það að bræður mundu hafa fiskigaldur og fóru að tala nálægt því við þá en bræður – þó þeim fyndist meining manna um þetta vera rétt – þá tóku þeir því samt ekki nærri Presturinn þar í sveitinni fór nú einu sinni að tala um þetta við bræður og bað þá að segja sér í trúnaði hvort þeir hefðu öngva ólukkuhjátrú Þeir voru fyrst tregir en af því hann var kunningi þeirra þá sögðu þeir honum eins og var hverju þeir þökkuðu aflabrögð sín Prestur fékk nú hjá þeim að mega lesa blaðið Svo fékk hann þeim það aftur og segir: – Þetta er ekki mikill galdur, það er ekki nema faðirvor á latínumáli – Aá, er það ekki annað? sögðu þeir Eftir þetta misstu þeir fiskiheillina Þjóðsögur Jóns Árnasonar 1. Bræðurnir og blaðið Sögugluggi Bóndi nokkur gefur sonum sínum gamalt blað áður en hann deyr. Þeir taka það með sér til fiskjar æ síðan og fiska betur en aðrir þó að þeir skilji ekki hvað stendur á blaðinu. Svo einn góðan veðurdag þýðir presturinn fyrir þá texta blaðsins.
9 fast undir: skömmu fyrir miður: verr, minna mætur: dálæti, uppáhald trauðlega: varla pulta: hvísla, hvískra tala nálægt því: tala utan að því, ýja að því fiskiheill: það að vera fiskinn, vera heppinn, veiða vel Prestur fékk hjá þeim að mega lesa blaðið. Að lestri loknum 1 Hvaða áhrif hafði blaðið á veiðar bræðranna? 2 Hvaða orð fór af bræðrunum og fiskigengd þeirra? 3 Hvað kom í veg fyrir að bræðurnir skildu það sem stóð á blaðinu? 3 Þegar bræðurnir komust að því hvað stóð á blaðinu misstu þeir fiskiheillina Veltu fyrir þér ástæðum þess 4 Endurskrifaðu þessa málsgrein á nútímamáli „Þess vegna voru menn farnir að pulta það að bræður mundu hafa fiskigaldur og fóru að tala nálægt því við þá en bræður – þó þeim fyndist meining manna um þetta vera rétt – þá tóku þeir því samt ekki nærri “ 5 Hvað stóð á blaðinu?
10 Galdrar Eitt sinn vildi Kálfur Árnason finna Sæmund fróða í Odda og gat þess við heimamenn sína að hann ætlaði að vita hvort hann gæti ekki komið að honum óvörum Ekki er getið um ferðir Kálfs fyrr en hann kemur að Odda á náttarþeli og drepur högg á dyr Sæmundur heyrir að barið er og skipar hann einum heimamanna sinna að fara til dyra og vita hver kominn sé Maðurinn gengur út og verður einskis manns var, gengur inn aftur og segir að enginn sé úti Þá er barið aftur og skipar Sæmundur öðrum manni að fara til dyra og gerir hann það Þegar hann sér engan úti gengur hann kringum allan bæinn en sér eigi að heldur nokkurn mann Fer hann inn við svo búið og segist ekki hafa séð neinn úti Síðan er barið í þriðja sinn Sprettur þá Sæmundur upp sjálfur og segir að sá sem úti sé muni vilja finna sig Gengur hann og sér að þar er kominn Kálfur Árnason, félagi hans, og heilsast þeir mjög vinsamlega Kálfur biður hann að lofa sér að vera og er það svo sem velkomið Eftir það býður Sæmundur Kálfi inn og þiggur hann það Sæmundur gengur á undan með ljós í hendi og bíður eftir honum innarlega í bæjardyrunum En Kálfi tefst úti Eftir langan tíma kemur kona Sæmundar fram og spyr hver kominn sé Sæmundur segir henni það Hún spyr hann þá hvort hann hafi ekki boðið honum inn Sæmundur segist vera búinn að því fyrir lifandis löngu Hún vill þá fara út og bjóða honum innar að nýju Sæmundur vill það ekki og segir að hann muni koma bráðum Líður nú enn góður tími þangað til loksins að Kálfur kemur inn, ákaflega móður, og biður konu Sæmundar að færa sér mikið að drekka – Þarftu mikið að drekka? segir Sæmundur Kálfur segir: – Það er vísast að fleiri þurfi að drekka en ég, áður en kvöldið er úti Síðan er Kálfur leiddur inn í stofu og borinn fyrir hann matur og fenginn hnífur að borða með En þegar hann fer að skera bítur hnífurinn ekki hót Sæmundur spyr hann hvort hnífurinn bíti ekki Kálfur segir það ekki vera Kona Sæmundar segist þó ekki hafa ætlað að velja honum hníf af verri endanum og hann hafi átt að bíta, hnífurinn sá arna 2. Kálfur prestur Sögugluggi
11 Sæmundur segir að hann skuli fá sér hnífinn og segist hann skuli reyna að brýna hann Kálfur gerir svo og brýnir Sæmundur hann, fær Kálfi hann aftur og segir að nú skuli hann vara sig á honum því nú haldi hann að hann bíti Kálfur kveðst ekki vera svo hræddur við það og þegar hann fer að skera fyrsta bitann, tekur hnífurinn sundur diskinn og borðið og hleypur í lærið á Kálfi Sæmundur kvaðst hafa varað hann við að hnífurinn mundi bíta Kálfur sagði að þetta sár væri ekki til dauða og batt um það Þá var venja að lesa borðsálm fyrir og eftir máltíð Meðan Kálfur er að lesa borðsálminn á eftir, líður Sæmundur út af í setinu, rétt eins og hann væri dauður og skipar Kálfur þegar að dreypa á hann vatni Kona Sæmundar hleypur eftir vatni og dreypir á hann en það dugar ekki Kálfur stendur þá upp og fer að dreypa á hann Raknar Sæmundur þá við og skipar Kálfur honum að drekka vatn og gerir Sæmundur það Kálfur segir þá: – Vissi ég ekki að fleiri mundu þurfa að drekka í kvöld en ég þegar ég bað um mikið vatn eftir að ég var búinn að leita mig móðan að dyrunum? Síðan hættu þeir þessum glettum og fóru að bera á náttarþeli: um nótt drepur högg á dyr: bankar á dyr eigi að heldur: ekki heldur Hleypur þá hnífurinn í lærið á Kálfi.
12 Galdrar sig saman hvor meira kynni En Kálfur sagði svo síðan að Sæmundur kynni þeim mun meira en hann sem hann hefði numið fram yfir sig í Svartaskóla Einu sinni varð Kálfur veikur Var hann þungt haldinn og hætt Kölski kemur þá til hans þar sem hann lá og segist ætla að verða við þegar hann deyi Kálfur segist ekki muni deyja í þetta sinn en biður samt kölska að sækja þann prest til að þjónusta sig sem ekki sé ágjarn og segir að hann megi vera nokkuð lengi að leita hann uppi því hann muni liggja lengi Kölski verður hljóður við þetta og heldur að það muni ekki verða neitt áhlaupaverk að finna slíkan mann Kálfur segir ef hann geti ekki komið með þann prest fái hann sig ekki og þá standi kaup þeirra eigi lengur Kölski fer við það af stað og er lengi í burtu, leitar vandlega og finnur engan sem ekki er ágjarn Eftir langa mæðu og leit kemur hann þó með einn prest til Kálfs og segist hafa fundið þennan prest lengst úti í löndum Segir hann þó að hann sé ekki með öllu laus við ágirnd Einn prestur sé sá úti á Þýskalandi sem ekki sé við ágirnd brugðið en hann hafi ekki komist að honum því tindrandi eldur hafi ávallt logað allt í kringum hann Kálfur segist ekki vilja þennan prest sem hann kom með fyrst hann sé ekki alveg laus við ágirnd og sé því kölski af kaupunum og verður hann því að fara burt við svo búið Þjóðsögur Jóns Árnasonar sagði svo síðan: sagði svo frá seinna að nema fram yfir sig (hér): að hafa lært meira þungt haldinn og hætt: mikið veikur og hætt kominn, í hættu ágjarn: gráðugur í peninga áhlaupaverk: fljótunnið (auðvelt) verk ágirnd: fégræðgi sé af kaupunum: missi af kaupunum, ekkert verður af þeim (kölski átti að fá sál Kálfs að lokum fyrir þjónustu við hann) Að lestri loknum 1 Hvers vegna fór Kálfur að heimsækja Sæmund fróða? 2 Hvor þeirra kunni meira, Sæmundur eða Kálfur? 3 Hvað bað Kálfur kölska að gera fyrir sig þegar hann lá veikur? 4 Hvernig gekk kölska að uppfylla bón Kálfs? 5 Nefndu að minnsta kosti tvö einkenni þjóðsagnastíls sem finna má í þessari sögu
13 3. Galdra-Loftur Loftur hét skólapiltur einn á Hólum Hann lagði alla stund á galdur og kom öðrum til þess með sér þó ekki yrði meira úr því fyrir þeim en kuklið eitt Æsti Loftur skólabræður sína til að gera öðrum ýmsar galdraglettur og sjálfur var hann forsprakkinn Einu sinni fór Loftur heim til foreldra sinna um jólin Tók hann þá þjónustustúlku á staðnum og járnaði hana og lagði við hana beisli og reið henni svo í gandreið heiman og heim Lá hún lengi eftir af sárum og þreytu en gat engum frá sagt meðan Loftur lifði Öðru sinni barnaði Loftur vinnukonu á staðnum og drap hann þá barnsmóður sína með gjörningum Henni var ætlað að bera aska inn í eldhús og úr því Voru þeir til flýtis bornir á nokkurs konar trogmynduðu verkfæri er hét askafloti og tók marga aska í einu Lét Loftur opnast göng fyrir henni í miðjum vegg svo hún gekk inn í þau En sökum þess að stúlkan varð þá hrædd og hikaði hreif galdurinn svo að veggurinn luktist aftur Löngu seinna þegar veggurinn var rifinn fannst í honum beinagrind af kvenmanni uppstandandi með askahrúgu í fanginu og ófullburða barnsbein í holinu Þorleifur prófastur Skaftason vandaði um við Loft því að hann var dómkirkjuprestur um þær mundir En Loftur skipaðist lítt við það Bekktist hann síðan stundum til við prófast en gat ekki gert honum neitt mein því að hann var svo mikill guðsmaður og kunnáttumaður um leið að ekkert óhreint gat grandað honum Einhvern tíma reið prófastur til kirkju og átti að fara yfir Hjaltadalsá í leysingu og vexti Varð hesturinn þá staður og hræddist svo að prófastur varð að ganga af Gekk stúlkan þá inn í göngin. kukl: gerningar, galdratilraunir gandreið: reið á reiðskjóta sem magnaður er með göldrum gjörningar: galdrar, fjölkynngi skipast: lagast, breyta hegðun sinni bekkjast til við: stríða, hrekkja granda: gera skaða, eyðileggja leysing: vöxtur í á vegna hláku, vatnavextir staður hestur: bykkja, þrjóskur, kyrrstæður hestur, óviljugur Sögugluggi
14 Galdrar honum í miðri ánni; greip hann hempupoka sinn og óð til lands Sakaði hann ekki og flutti messu um daginn Þá var þessi vísa kveðin: Furðar mig á fréttum þeim, fótgangandi var hann; þegar hann kom til Hóla heim, hempuna sína bar hann. Ekki létti Loftur fyrr en hann hafði lært allt sem var á Gráskinnu og vissi það út í hörgul Leitaði hann þá fyrir sér til ýmsra galdramanna en enginn vissi þá meir en hann Hann gerðist nú svo forn og illur í skapi að allir skólapiltar urðu hræddir við hann Þorðu þeir ekki annað en að láta allt vera sem hann vildi þó þeim stæði stuggur af Einhvern tíma snemma vetrar kom Loftur að máli við skólapilt einn sem hann vissi að var hugaður og bað hann að hjálpa sér til að vekja upp biskupa þá hina fornu Hinn taldist undan en Loftur kvaðst þá mundu drepa hann Skólapilturinn spurði hvert gagn hann mætti vinna honum þar sem hann kynni engan galdur Loftur sagði að hann þyrfti ekki annað en standa í stöplinum og halda í klukkustrenginn, hreyfast hvergi, en horfa stöðugt á sig og taka í klukkuna jafnsnart og hann gæfi honum merki með hendinni – Vil ég nú, mælti Loftur, segja þér gjörla af áformi mínu Þeir sem eru búnir að læra galdur viðlíka og ég geta ekki haft hann nema til ills og verða þeir allir að fyrirfarast hvenær sem þeir deyja En kunni maður nógu mikið þá hefur djöfullinn ekki lengur vald yfir manninum heldur verður hann að þjóna honum án þess að fá nokkuð í staðinn eins og hann þjónaði Sæmundi fróða Hver sem veit svo mikið er sjálfráður að því að nota kunnáttu sína svo vel sem hann vill Þessari kunnáttu er nú á dögum ekki auðið að ná síðan Svartiskóli lagðist af og Gottskálk biskup grimmi lét grafa Rauðskinnu með sér Vil ég því vekja hann upp og særa hann til að láta af hendi Rauðskinnu við mig en þá munu allir hinir gömlu biskupar rísa á fætur því að þeir munu ekki þola eins miklar særingar yfir sér og Gottskálk og mun ég láta þá segja mér þá forneskju sem þeir vissu í lifandi lífi og kostar það mig ekki mikla fyrirhöfn því að það má sjá það á svipnum hvort maðurinn hefur kunnað galdra eða ekki En hina seinni biskupa get ég ekki vakið upp því að þeir eru allir grafnir með ritninguna á brjóstinu Dugðu nú vel og gerðu eins og ég legg fyrir þig og hringdu hvorki of fljótt né of seint því að við því liggur stundleg og eilíf velferð mín Skal ég þá launa þér svo vel að enginn annar skal þér fremri Særingar Þeir bundu nú þetta fastmælum og fóru á fætur skömmu eftir háttatíma og upp í kirkju Tunglskin var úti svo bjart var í kirkjunni Nam skólapilturinn staðar í stöplinum en Loftur fór upp í predikunarstól og tók að særa Kom bráðum maður upp úr gólfinu með alvarlegum og þó mildum svip og
15 hafði kórónu á höfði Þóttist skólapilturinn vita að þar mundi kominn hinn elsti biskup Hann sagði við Loft: – Hættu, vesall maður, meðan tóm er til því að þungar munu þér bænir Gvendar bróður míns ef þú ónáðar hann Loftur sinnti því ekki og hélt áfram að særa Komu nú allir hinir gömlu biskupar í röð upp úr gröfum sínum í hvítum sloppum með krossmark á brjósti og staf í hendi Allir skiptu þeir eitthvað lítið orðum við Loft en ekki er getið, hvað það var Þrír þeirra höfðu kórónur á höfðinu, hinn fyrsti og síðasti og sá sem stóð í miðið (líklega Guðmundur Arason þó það skakki nokkru) Engin forneskja duldist með neinum þeirra Komu nú allir hinir gömlu biskupar í röð upp úr gröfum sínum. ekki létti Loftur fyrr: hann hætti ekki fyrr forn í skapi: ekki við allra skap, öðruvísi en aðrir standa stuggur af: vera hræddur við taldist undan: færðist undan, vildi ekki stöpull: turn á (hjá) kirkju viðlíka: álíka, eins og að fyrirfarast: glatast auðið: unnt, hægt forneskja: forn kunnátta, galdur stundleg: jarðnesk bundu fastmælum: ákváðu duldist með: leyndist með
16 Galdrar Gottskálk þrumdi þetta af sér Tók þá Loftur að særa fyrst að marki og sneri máli sínu að Gottskálki einum Sneri hann þá iðrunarsálmum Davíðs upp á djöfulinn og gerði játningu fyrir allt sem hann hefði vel gert Stóðu þá þrír hinir kórónuðu biskupar lengst frá með upplyftum höndum og sneru andlitum móti Lofti en hinir horfðu undan og á þá Heyrðust þá dunur miklar og kom upp maður með staf í vinstri hendi og rauðri bók undir hinni hægri, ekki hafði hann krossmark á brjósti Leit hann óhýru auga til biskupanna en horfði glottandi til Lofts er særði þá sem fastast Gottskálk færðist hóti nær og sagði háðslega: – Vel er sungið, sonur, og betur en ég hugði en eigi nærð þú Rauðskinnu minni Loftur umhverfðist þá og hamaðist og var sem aldrei hefði hann sært fyrr Sneri hann þá blessunarorðunum og faðirvori upp á djöfulinn svo kirkjan hrikti öll og lék á reiðiskjálfi Virtist skólapiltinum sem Gottskálk þokaðist nær Lofti og rétti með semingi að honum eitt horn bókarinnar Hafði hann áður verið smeykur en skalf nú af ótta og sortnaði fyrir augum Virtist honum sem biskup brygði upp bókinni og Loftur rétti fram höndina Hugði hann þá að hann gæfi sér merki og tók í klukkustrenginn Hvarf allt þá ofan í gólfið með þys miklum Loftur stóð stundarkorn höggdofa í stólnum og lagði höfuð í höndur sér, stumraði síðan hægt ofan og fann lagsmann sinn, stundi hann þá við og mælti: – Nú fór verr en skyldi og get ég þó ekki gefið þér sök á því Ég mátti vel bíða dögunar, mundi biskup þá hafa sleppt bókinni og lagt hana sjálfur upp til mín því að ekki hefði hann unnið það til að ná ekki aftur gröf sinni og ekki heldur leyfst það vegna hinna biskupanna En hann varð drýgri en ég í viðskiptum okkar því að þegar ég sá bókina og heyrði frýjunarorð hans, gjörðist ég svo óður að ég hugðist að hafa hana strax með særingum Rankaði ég fyrst við mér þegar svo langt var komið að hefði ég farið einu særingarstefi lengra þá mundi kirkjan hafa sokkið og það var það sem hann ætlaðist til Ég sá í sama bili í andlit hinna krýndu biskupa og varð felmt við en vissi að þú mundir falla í ómegin við klukkustrenginn og hún þá gefa hljóð af sér En bókin var svo nærri mér að mér virtist ég geta náð henni enda kom ég við horn hennar og munaði ekki öðru en því að ég hefði náð góðu haldi á henni eins og þurfti til að fella hana ekki niður umhverfðist: reiddist mjög, ærðist, trylltist hrikti: titraði, hristist lék á reiðiskjálfi: titraði og skalf með semingi: hikandi, með tregðu, seinlæti sortna fyrir augum: verða dimmt fyrir augum, sjá svart höggdofa: agndofa, undrandi, forviða höndur: hendur stumraði: haltraði, staulaðist drýgri, drjúgur: sem endist betur, stendur sig betur frýjunarorð: ögrunarorð falla í ómegin: falla í yfirlið, missa meðvitund
17 En svo verður að fara sem auðið er og er útséð um velferð mína en laun þín skulum við samt láta liggja í kyrrþey Endalok Loftur varð nú hljóður mjög og því næst sturlaður svo að hann þoldi ekki að vera einn og kveikja varð ljós fyrir hann þegar rökkva tók Fór hann að mæla fyrir munni sér: – Sunnudaginn í miðföstu verð ég í helvíti og kvölunum Var honum þá ráðið að flýja til prests eins á Staðarstað Hann var þá aldraður, var trúmaður mikill og klerkur besti Batnaði öllum sturluðum eða þeim sem höfðu orðið fyrir gjörningum ef hann lagði hendur yfir þá Loftur leitaði sér hælis hjá honum Kenndi prestur í brjósti um hann og tók við honum Lét hann aldrei við sig skilja nótt né dag, úti né inni Hresstist nú Loftur mikið en þó varð presti aldrei ugglaust um hann Stóð honum mesti stuggur af því að Loftur vildi aldrei biðjast fyrir með honum Þó fylgdi Loftur presti þegar hann vitjaði sjúkra og freistaðra og var þá viðstaddur Bar það þó oft við svo prestur fór aldrei svo að heiman að hann hefði ekki hempu sína, brauð og vín, kaleik og patínu með sér Svona leið nú þangað til laugardaginn fyrir sunnudaginn í miðföstu Var Loftur þá sjúkur og sat prestur fyrir framan hann og hressti hann með kristilegum samræðum En um dagmálabil komu honum orð frá vini hans í sókninni að hann væri kominn að andláti og óskaði að prestur vildi þjónusta sig og búa sig undir guðrækilegt andlát Prestur gat hvorki né vildi neita því Leitaði hann þá til við Loft hvort hann gæti ekki fylgt sér en hann kvaðst hvergi mega hrærast fyrir verkjum og óstyrkleik Prestur kvað honum líka duga mundi ef hann kæmi ekki undir bert loft meðan hann væri burtu Loftur lofaði því Blessaði prestur síðan yfir hann og minntist við hann og fyrir bæjardyrum féll hann á kné og baðst fyrir og gerði krossmark yfir þeim Heyrðu menn hann þá mæla fyrir munni sér: – Guð má vita hvort þessum manni verður bjargað og hvort ekki liggja kröftugri bænir móti honum en mínar Prestur fann síðan manninn er hann var sóttur til, veitti honum alla þjónustu og var viðstaddur við andlát hans En síðan flýtti hann sér af stað og reið hart mjög sem þó var ei venja hans Þegar prestur var farinn hresstist Loftur brátt Veður var hið fegursta og vildi hann því fyrir hvern í miðföstu: fjórði sunnudagur í lönguföstu langafasta: sjö vikna fasta fyrir páska, hefst á öskudegi varð presti aldrei ugglaust: var aldrei óhræddur stóð stuggur af: óttaðist, fylltist óhug kaleikur: bikar notaður við altarisgöngu patína: diskur undir oblátur (líkami Krists, lífsins brauð) dagmál: um klukkan 9 fyrir hádegi minntist við hann: kyssti hann
18 Galdrar mun komast út Karlmenn voru farnir til vers og ekki aðrir heima en konur og ungmenni er ekki tjáði að letja hann Loftur gekk nú til annars bæjar Þar var aldurhniginn bóndi, heldur óþokkasæll, er var hættur að róa Hvatti Loftur hann til að hvolfa upp litlum bát er hann átti og róa lítið út fyrir landsteina og renna færi sér til skemmtunar Lét bóndi að orðum hans Logn hélst allan daginn en til bátsins hefur aldrei spurst síðan og þótti það undarlegt að ekki rak af honum svo mikið sem árarblað Maður þóttist sjá það af landi að grá hönd loðin hefði komið upp þegar báturinn var kominn út fyrir landsteinana og hefði tekið um skutinn þar sem Loftur sat, og dregið svo allt saman í kaf Þjóðsögur Jóns Árnasonar Grá hönd loðin kom upp úr sjónum og tók um skutinn. til vers: til sjóróðra, ver: veiðistaður, útgerðarstaður ekki tjáði að letja: það þýddi ekki að reyna að fá hann ofan af því að hvolfa upp litlum bát: velta honum við, á réttuna, búa til róðurs Að lestri loknum 1 Finndu Hóla í Hjaltadal á landakortinu Kynntu þér sögu staðarins Skráðu helstu niðurstöður í 40–50 orðum 2 Hvað vildi Loftur láta skólapiltinn gera og hverju hótaði hann honum ef hann brygðist sér? 3 Hvers vegna vildi Loftur ná bókinni Rauðskinnu? 4 Hvers vegna gat Loftur ekki vakið upp hina seinni biskupa? 5 „Þóttist skólapilturinn vita að þar mundi kominn hinn elsti biskup“ Hvað hét hann? 6 Hvers vegna hringdi skólapilturinn klukkunni of snemma? 7 Staðarstaður er frægur kirkjustaður á Vesturlandi Finndu hann á landakortinu 8 Hvernig persóna er Loftur? Lýstu honum eins ítarlega og þú getur 9 Skrifaðu stuttan útdrátt úr sögunni og gættu þess að öll helstu aðalatriði hennar komi fram
19 4. Svarta pilsið Sögugluggi Í fyrndinni voru roskin og ráðsett efnahjón sem áttu eina dóttur barna Var hún fríð og fönguleg stúlka og urðu margir til að biðja hennar en hún hafnaði þeim öllum Loks kom sóknarpresturinn, ungur efnismaður, og leitaði ráðahags við hana Voru foreldrar stúlkunnar ráðsins mjög fýsandi en hún sjálf alveg ófáanleg til að gefa jáyrði sitt Þá spurðu gömlu hjónin hana hvernig á því gæti staðið að hún hafnaði svo glæsilegu gjaforði en hún svaraði að það væri sú skelfilega þjáning að ala börn að hún mætti eigi til þess hugsa hvað sem í boði væri – Ráð er við því, dóttir góð, mælti gamla konan Opnaði hún síðan fatakistu sína, dró upp svart pils og fékk það dóttur sinni Ef þú ferð í pils þetta innst klæða, hélt hún áfram, og ferð aldrei úr því aftur, hvorki á degi né nóttu, þá mun jóðsótt aldrei þjá þig Gamla konan dró upp svart pils og fékk dóttur sinni. roskin: komin til ára sinna, farin að eldast ráðsett: gætin, stillt, hæg voru ráðsins mjög fýsandi: voru því meðmælt, leist vel á það jóðsótt: léttasótt, fæðingarhríðir
20 Galdrar Stóð þá eigi lengur á samþykki stúlkunnar og giftist hún prestinum. Búnaðist þeim hjónum vel því að prestkonan reyndist dugleg og hagsýn og virtist hverjum manni vel. Liðu svo nokkur ár að hagur prestshjónanna stóð með miklum blóma en engin börn eignuðust þau. Voru þó samfarir þeirra hinar ástúðlegustu. Prestur hafði óljósan grun um að svarta pilsið konunnar hans væri engin happaflík og bað hana bæði með góðu og illu að fara úr því. En þótt konan væri eftirlát og auðsveip manni sínum í öllu öðru var hún ófáanleg að þægja honum í þessu og sat fast við sinn keip. Tók prestur sér þetta mjög nærri en fékk eigi að gert. Það var eitt sumar, daginn fyrir Jónsmessu, að æskuvinur og skólabróðir prests úr öðrum landsfjórðungi kom í heimsókn til hans. Var hann fróðleiksmaður og kunni ýmislegt fyrir sér. Tóku prestshjónin honum tveim höndum og höfðu þeir vinirnir margs að minnast og margt hvor öðrum í fréttum að segja. Meðal annars spurði gesturinn að börnum prests en hann varð daufur við og kvaðst engin eiga. Vinur hans kvað það mikið mein að svo myndarleg hjón ættu engin afkvæmi og spurði hvort hann gæti hugsað sér nokkra sennilega ástæðu til þess. Trúði prestur honum þá fyrir því að kona hans væri í svörtu pilsi næst sér jafnt á degi sem nóttu og fengist ekki með nokkru móti til að fara úr því. Þá varð vinur hans hugsi, þagði um stund og mælti síðan: – Reynt get ég að kippa þessu í lag svo ykkur verði báðum til góðs. Nú fer heilög Jónsmessunótt í hönd en um lágnættið skalt þú syngja aftansöng í kirkjunni og kona þín og ég ein manna. Skulum við þá sjá hvernig um kann að skipast. Prestur féllst á þetta og um kvöldið stungu þeir upp á því við prestskonuna að hún gengi með þeim út í kirkju til aftansöngs. Hún kvaðst þess albúin og undir lágnættið gengu þau þrjú í kirkju. Fór prestur fyrir altarið en þau prestskonan og gesturinn tóku sér sæti sitt hvorum megin við það. Hófu þau svo sönginn og drógu eigi af. Að nokkurri stundu liðinni kom lítill drengur inn eftir kirkjugólfinu, gekk að hnjám prestskonunnar, leit á hana sorgmæddum álösunaraugum og mælti: virtist: geðfelld, fólki líkaði vel við hana að þægja: gera greiða, gera eitthvað fyrir einhvern sat fast við sinn keip: varð ekki haggað, skipti ekki um skoðun Jónsmessa: 24. júní taka tveim höndum: bjóða velkominn spurði að börnum prests: spurði eftir börnum hans, hvar þau væru lágnættið: upp úr miðnætti um kann að skipast: hvað kemur í ljós álösunaraugu: ásökunaraugu
21 – Illa gerðir þú, móðir mín, að varna mér lífs Ég átti að verða biskup Svo hvarf hann aftur fram kirkjugólfið Prestskonunni varð afar hverft við þetta og fölnaði upp en þó hélt hún söngnum áfram Stundu síðar kom annar drengur að hnjám hennar og mælti: – Illa gerðir þú, móðir mín, að varna mér lífs Ég átti að verða sýslumaður Svo hvarf hann aftur fram í kirkjuna Í þetta skipti varð prestskonunni ennþá meira bilt en áður svo að hún svitnaði og skalf en með herkjum gat hún þó haldið söngnum áfram En þá kom lítil stúlka að hnjám hennar og mælti bljúgri barnsröddu: – Illa gerðir þú, móðir mín, að varna mér lífs Ég átti að verða prestskona Þá stóðst prestskonan ekki mátið og hné í ómegin niður úr sætinu um leið og stúlkan hvarf frá henni Í sama bili stukku þeir að, prestur og vinur hans, sviptu af prestskonunni svarta pilsinu í einu vetfangi, báru hana sjálfa inn í bæ til rúms síns en pilsið brenndu þeir til ösku Eigi er þess getið að prestskonunni yrði meira um atburð þennan en orðið var en það var eins og fargi væri létt af prestinum og var hann vini sínum mjög þakklátur Svo var sem lánið léki við prestshjónin upp frá þessu Þau eignuðust þrjú börn, hvert öðru efnilegra, tvo syni og eina dóttur Eldri sonur þeirra varð síðar biskup, yngri sonurinn sýslumaður og dóttirin prestskona Þjóðsagnasafnið Gríma með herkjum: með erfiðismunum farg: þung byrði Að lestri loknum 1 Hvers vegna vildi stúlkan ekki giftast? 2 Hver var náttúra svarta pilsins? 3 „Um kann að skipast “ Hvað þýðir þetta? 4 Hvað þýðir að taka tveim höndum? 5 Hvað þýðir að hníga í ómegin? 6 Er hægt að skýra það sem gerðist við aftansönginn? Er eitthvað sem bendir til þess að vinur prestsins hafi verið göldróttur? 7 Endursegðu með eigin orðum efni sögunnar
22 Galdrar 5. Gandreið Sögugluggi Það var einu sinni kerling vestur á landshorni sem hvarf úr rúminu frá bónda sínum á hverri nýársnótt og á nýársmorgun var vinnumaður þeirra alltaf dauður í rúmi sínu Sú var orsökin að kerling átti vinkonu austur á landshorni og fór að finna hana og reið manninum við gandreiðarbeisli og sprengdi hann Þetta lagðist í vana og fór svo að enginn vildi vera þar vinnumaður Um síðir fékkst einn til þess sem þótti vera margkunnugur Hann var þar í góðu yfirlæti fram að nýári Á nýársnótt vakir hann í rúmi sínu og veit hann ekki fyrr til en kerling kemur og leggur á hann beisli og bregður honum í hestlíki og ríður af stað og var ekki lengi á leiðinni þar til hún kom austur á landshorn að bæ vinkonu sinnar Þar batt hún hestinn við dyrastaf og fór inn og var lengi inni Á meðan gat hann nuddað fram af sér beislið og stóð við kampinn og hélt á beislinu Loksins kom kerling út og þegar hún gekk fram göngin heyrði hann hana segja: – Vertu nú sæl, vina mín, og hún gjörði ráð fyrir að finna hana oftar, en í því hún rak út höfuðið setti maðurinn beislið upp á hana og varð hún þegar að hrossi Hann fer á bak og af stað Segir ekki af ferð hans fyrr en hann kom vestur í Fljótshlíð Þar kemur hann að bæ og fer af baki, vekur upp bónda og biður hann að gera bón sína – Það er svo ástatt, segir hann, að ég er búinn að ríða undan merinni minni svo hún er járnalaus á öllum fótum Verð ég að biðja þig að hjálpa mér um blöð undir hana því ég á langa leið fyrir hendi gandreiðarbeisli: beisli til galdrareiðar margkunnugur: göldróttur kampur: veggurinn við dyrnar að ríða undan merinni: missa skeifurnar undan henni
23 Kerling lá með háhljóðum og voru skeifur negldar í hendur og fætur.
24 Galdrar Bóndi fer á fætur og finnur skeifur undir merina og járna þeir hana Segir komumaður að óhætt sé að láta hafa nóg (negla ekki tæpt í hófinn) því merin sé nógu hófastór Þegar þetta var búið kvaddi maðurinn bónda og fór heim vestur Hann sleppti kerlingu í rúm sitt og tók af henni beislið og hafði það síðan Hann lagðist í rúm sitt og var heill en þó eftir sig En bóndi vaknaði um morguninn við það að kerling lá með háhljóðum fyrir ofan hann og voru skeifur negldar í hendur hennar og fætur Varð að skera út úr öllum þeim götum og varð kerling aldrei jafngóð eftir og aldrei fékk hún beislið aftur svo hún gat ekki fundið vinu sína framar Þjóðsögur Jóns Árnasonar Að lestri loknum 1 Hvaða erindi átti kerling austur á land á nýársnótt? 2 Hvar er Fljótshlíð? Finndu hana á landakortinu 3 Hvað var gandreið og gandreiðarbeisli? Leitaðu upplýsinga og skráðu helstu niðurstöður 4 Finndu fleiri þjóðsögur þar sem gandreið kemur við sögu 5 Hvernig járna menn hesta? Kynntu þér það og skráðu nákvæma lýsingu á því 6 Lýstu eins nákvæmlega og þú getur vinnumanninum sem fann lausn á vandamálinu 7 Hver urðu örlög konunnar?
25 Tröll Í ljósaskiptunum taka íslensku fjöllin á sig ýmsar myndir og þegar dimmir geta þau stundum farið að líkjast risavöxnum tröllum Á fyrri öldum, þegar menn höfðu lítið ljós annað en dagsbirtu og tungl, fóru oft ýmsar kynjamyndir á kreik í rökkrinu Trúin á tröll er ævaforn og lýsa sögurnar því hvernig tröllin reyndu að seiða menn til sín eða brugðu sér í mannslíki og réðu sig í vinnu á bæjunum Stundum launuðu tröllin fyrir sig þegar þeim var gert gott Þannig er einmitt fyrsta sagan í tröllaflokknum hér á eftir Það eru ekki til margar sögur um ófrískar skessur en skessan í sögunni er einmitt þannig á sig komin Hún binst ævilangri tryggð við skólapilt sem hjálpar henni í veikindum sínum Sagan um Jón og tröllskessuna fjallar líka um tryggð þótt ólík sé Skessa tekur ástfóstri við ungling sem gerir börnum hennar gott Sá vinskapur endist meðan bæði lifa Sagan um Þorstein tól er reyndar líka um ólétta skessu Þar segir hins vegar frá því sem getur gerst ef menn hæðast að veikum tröllum Gissur á Botnum er svo um mann sem á fótum fjör að launa undan skessu einni sem ætlar að sjóða hann í potti sínum
26 Tröll 6. Átján skólabræður Sögugluggi Eitt sinn voru átján skólapiltar á ferð yfir Skeiðarársand Bar svo til að einn þeirra varð eftir af hinum að gera við hjá sér á hestinum en hinir lagsmenn hans riðu á undan Þeir sjá þar þá einhverja mannslíkan skríða um sandinn á fjórum fótum Sjá þeir að þetta er skessa Hún skríður nú til þeirra og biður þá að hjálpa sér suður yfir ána En þeir hlæja að henni og yfirgáfu hana þar og fóru leið sína Nú kemur sá sem eftir varð af hinum Hann hét Þórarinn og biður hún hann að hjálpa sér yfir ána Hann kvað það velkomið ef hún treysti sér að komast á bak hestinum og ef hann gæti borið þau Hún kvað hestinn bera þau og líka sagðist hún mundi komast á bak hestinum fyrir aftan Þórarin og flytjast þau þannig yfir ána Og sem þau komu á land spyr hann hvert hún vilji halda Hún segist ætla að halda inn með ánni: – Og mun ég nú komast héðan til byggða minna og vildi ég einhvern tíma geta launað þér þessa greiðvikni sem þú hefur auðsýnt mér En það kann ég þér að segja að vetur þessi verður hinn harðasti Og nær sem þú kemur í Skálholt skaltu teyma hesta þína í brekkuna fyrir ofan staðinn Skal ég þá hirða þá, það eftir er til vordaga og máttu, þegar þú ferð af stað úr skóla, vitja þeirra á sama stað sem þú skildir við þá Hann þakkar henni fyrir þetta og síðan skilja þau með kærleikum Ríður hann nú lengi eftir félögum sínum uns hann nær þeim Hlæja þeir mjög að honum og segja hann hafi lengi dvalið hjá fallegu stúlkunni á Skeiðarársandi en Þórarinn lét sem hann heyrði það ekki En sem þeir komu í Skálholt fer hann með hesta sína eins og fyrir hann var lagt Leið svo fram að þorra um veturinn Voru þá hestar allra skólapilta gerfallnir því að vetur var mjög harður En um vorið þá er skólapiltar voru ferðbúnir gengur Þórarinn þangað sem hann skildi við hesta sína og standa þeir þar bundnir á streng og eru þeir feitari en um haustið Verða nú lagsmenn hans forviða og spyrja hver hafi fóðrað hesta hans en hann gefur þeim ekkert svar upp á það En svo fór að þeir máttu allir kaupa sér hesta til ferðarinnar nema Þórarinn Mörgum árum seinna þegar Þórarinn var orðinn prestur var hann eitt sinn í kynnisferð og reið yfir Kjalveg snemma vors með einum unglingsdreng
27 Hún skreið til þeirra og bað um hjálp. lagsmenn: kunningjar, félagar nær: þegar gerfallnir: fallnir úr hor
28 Tröll Gerði þá að þeim ófæra hríð svo þeir fóru afvega og bárust loks fyrir undir stórum steini og hugðu að þeir mundu láta þar lífið Heyra þeir þá að þrammað er að steininum og sjá þeir þar koma ófrýnilega skessu Hún biður þá með sér koma en prestur þorði það varla og fór þó af stað með henni En þar kom að drenginn þraut að ganga Stakk hún honum þá í styttu sína að aftanverðu Og sem þau höfðu farið um stund þraut prest líka göngu Tók þá skessan hann og lét hann koma í styttuna að framanverðu Þrammar hún svo lengi uns hún sprettir þeim úr styttunni í einum hellisdyrum Er þar fyrir ung stúlka og veita þær þeim góða sæng og beina um nóttina En um morguninn spyr skessa prest hvort hann þekki sig ekki Hann kvað nei við Segir hún honum þá að þetta sé dóttir sín og hún hafi þá verið ólétt með léttasóttinni að henni þegar þau fundust á sandinum Situr prestur nú þarna hjá henni í hálfan mánuð og fylgir hún honum síðan aftur á rétta leið Prestur spyr hvað hún vilji að launum hjá sér fyrir alla hjálpina Hún bað hann að gefa sér einu sinni að éta Skilja þau síðan með kærleik miklum En um haustið lét prestur drenginn reka tuttugu sauði gamla og uxa átta vetra gamlan til skessunnar Er mælt hún hafi sent presti aftur ýmsa góðgripi og hélst vinfengi þeirra alla ævi síðan Þjóðsögur og munnmæli Jóns Þorkelssonar Að lestri loknum 1 Finndu Skeiðarársand á landakortinu Skráðu staðsetningu hans 2 Finndu Skálholt á kortinu Leitaðu upplýsinga um sögu staðarins og skráðu helstu niðurstöður 3 Rifjaðu upp gömlu mánaðaheitin Skráðu þau í réttri röð Hvaða mánuðir tilheyrðu hverri árstíð? Hvenær hófst þorrinn á vetri? 4 Milli hvaða jökla liggur Kjalvegur? 5 Drenginn þraut að ganga Hvað merkja þessi orð? 6 Hvernig launaði skessan skólapiltinum hjálpina? 7 Seinna þegar skólapiltur var orðinn prestur launaði hann henni aftur Hvernig? 8 Gerðu nákvæma grein fyrir þeim tíma sem þessi saga gerist á bárust fyrir: létu fyrir berast, áðu, dvöldu um stundarsakir stytta: sítt pils sem bundið hefur verið upp og utan um mitti með snæri beini: gestrisni, veitingar léttasótt: byrjun fæðingarhríða, jóðsótt
29 7. Jón og tröllskessan Sögugluggi Einu sinni var bóndi fyrir norðan sem hafði þann sið að róa á haustin og veturna suður í Vestmannaeyjum Bóndi átti son uppkominn þegar hér var komið sögunni Pilturinn hét Jón og var hinn efnilegasti maður Einu sinni lét bóndi Jón fara með sér til að róa í Eyjunum Fóru þeir sem leiðir lágu og segir ekki af ferðum þeirra né útróðri En haustið eftir lætur bóndi Jón einsamlan fara suður í verið því sjálfur var hann þá aldraður orðinn og treysti sér ekki til að róa framar En áður Jón lagði af stað heiman að biður faðir hans hann að muna sig um að á ekki undir hömrum nokkrum sem séu í hlíð þeirri hinni löngu sem vegurinn liggi undir Lagði hann mjög ríkt á um þetta við hann svo Jón lofaði að æja þar ekki hvað sem á gengi eða hvernig sem veður yrði Síðan fer Jón Hann hafði tvo hesta undir reiðingi og hinn þriðja til reiðar Átti hann að koma þeim fyrir um veturinn í Landeyjunum eins og faðir hans hafði verið vanur að gjöra Segir nú ekki af ferðum Jóns nema honum gengur vel Kemur hann undir fjallshlíðina sem til stóð og fer með henni lengi Þá var á liðið dag Ætlaði Jón að keppast við að komast fram hjá hlíðinni eins og faðir hans hafði beðið hann um En í því hann kemur í nánd við klettana sem faðir hans hafði talað um gerir á hann fjarskalegt óveður með stormi og regni Er hann þá kominn að háum klettum Sér hann þar hinn allra fallegasta áfangastað í brekku undir klettunum Er þar nóg um gras og skjól Jón fer þá að hugsa sig um hvað gera skuli Líst honum hér vel á og skilur ekki í hvað að því geti verið að æja þar Og svo fer að hann ræður það af Sprettir hann af hestunum og heftir þá Sér hann nú hellisop uppi í klettunum skammt frá sér Ber hann þangað dót sitt allt og lætur það öðrum megin út undir í hellinn skammt innar frá dyrunum; býr síðan um sig í farangrinum og fer að borða Dimmt var í hellinum En þegar Jón var farinn að borða heyrir hann eitthvert ýlfur innar langt í hellinum Honum varð hálfhverft við það en herðir þó upp hugann Tekur hann stóreflis fisk af nesti sínu, rífur af honum allt á, æja: nema staðar, hvíla hesta reiðingur: dýnur eða torfur undir klyfbera á áburðarhesti ræður það af: ákveður
30 Tröll roðið í einu lagi, drepur síðan smjöri vel þykkt á allan fiskinn og leggur roðið ofan yfir það Að því búnu kastar hann fiskinum svo langt sem hann gat innar eftir hellinum og segir að þeir skuli vara sig sem fyrir séu á því sem hann sendi en þeir megi hirða það og eiga ef þeir vilji Heyrir nú Jón bráðum að ýlfrið þagnar en einhver fer að rífa fiskinn Skessan kemur heim Þegar Jón hafði matast leggst hann fyrir og ætlar nú að fara að sofa Heyrir hann þá úti fyrir hellinum að skrjáfar í grjótinu og að einhver kemur heldur en ekki þungstígur að hellismunnanum Sér hann brátt að það er skessa ein stór og mikil og er sem hún glói öll utan í myrkrinu Þótti Jóni nóg um sjón þessa En í því skessan kemur inn í hellisdyrnar segir hún: – Mannaþefur í helli mínum Síðan skálmar hún innar eftir hellinum og fleygir niður byrði sinni á gólfið Varð þá dynkur mikill svo hellirinn nötraði við Þá heyrir Jón að kerling fer að tala við einhvern innar Heyrir hann þá að hún segir: – Betur gjört en ekki og er illt ef það skal ólaunað Sér hann þá hvar skessan kemur fram með ljós í hendi Hún heilsar Jóni með nafni, þakkar honum fyrir börnin sín og biður hann að koma með sér inn í hellinn Það þiggur hann en kerling krækti litlu fingrunum undir silana á böggum hans og heldur svo á þeim með sér Þegar inn eftir kemur sér Jón þar tvö rúm og eru tvö börn í öðru Voru það börn skessunnar sem hann hafði heyrt til og sem höfðu étið fiskinn En á gólfinu lá silungshrúga sem kerling hafði veitt um kvöldið og borið heim á bakinu og af því sýndist hún öll glóandi utan í myrkrinu Kerling spyr nú Jón hvort hann vilji heldur sofa í sínu rúmi eða í rúmi barna sinna Hann vildi heldur sofa í rúmi barnanna Tekur þá skessan börnin sín og býr um þau á gólfinu en lætur öll ný föt í rúmið og býr um hann vel Fer þá Jón að sofa og vaknar við það að kerling kemur með heitan silung handa honum að borða. Hann þiggur silunginn en á meðan hann er að borða var kerling alltaf að tala við hann og var hin glaðasta Hún spyr hann hvar hann ætli að róa Hann segir henni það Hún spyr hvort hann sé ráðinn hjá nokkrum Jón segir það ekki vera Segir Skessa kom í hellismunnann.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=