Finnbjörg - rafbók
1. STAFRÓFIÐ Bókstafir eru hljóðtákn. Það merkir að þeir tákna ákveðin hljóð í tungumálinu. Þeim er raðað saman og þannig búin til ýmis orð í ritmáli eða talmáli. Í íslensku eru 32 bókstafir en auk þeirra eru fjórir bókstafir sem einkum eru notaðir í erlendum orðum, það eru c , q, w og z . Stafurinn z var hluti af stafrófinu til ársins 1973. Þá var hann tekinnút til aðeinfalda stafsetningu. Stafirnir c , q og w tilheyra heldur ekki íslenska stafrófinu. Þessir stafir koma þó oft fyrir í málinu, m.a. í nöfnum sem Íslendingar bera, t.d. Cýrus , Zophonías og Willum . Þegar orðum er raðað í stafrófsröð er þeim raðað eftir röð bókstafanna í stafrófsvísunum. Ef fleiri en eitt orð hefjast á sama staf er raðað eftir öðrum stafnum í orðinu og svo koll af kolli. Alda, Anna, Arna, Arnar, Arnbjörg, Arnþór, Arnþrúður B Ó H J Ó I OG R L Ð Gott að vita STAFRÓFIÐ a á b c d ð e é f g h i í j k l m n o ó p q r s t u ú v w x y ý z þ æ ö A, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k. L, m, n, o, ó og p eiga þar að standa hjá. R, s, t, u, ú, v næst x, y, ý svo þ, æ, ö. Íslenskt stafróf er hér læst í erindi þessi skrítin tvö. ( Þórarinn Eldjárn ) A, b, c, d, e, f, g; eftir kemur h, i, j, k, l, m, n, o, einnig p, ætla ég q þar standi hjá. R, s, t, u, v eru þar næst, x, y, z, þ, æ, ö. Allt stafrófið er svo læst í erindi þessi lítil tvö. (Gunnar Pálsson í Hjarðarholti) FYRSTI KAFLI K ST A F
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=