Finnbjörg - rafbók
samtenging Einn af fimm flokkum óbeygjanlegra orða. Samtengingar tengja saman orð eða setningar. Algengar samtengingar eru t.d. og, eða, en . setning Orðasamband sem hefur eina sögn. Setningar innihalda oftast fleiri orð en eina sögn. sérhljóð Sérhljóðin eru: a, e, i (y) í (ý) o, u, ú, ö, ei, ey, æ, au, á, ó . sérnafn Sérnöfn eru nöfn eða heiti einstaklinga, hluta eða fyrirbæra. Þau eru skrifuð með stórum staf, eru oftast notuð í eintölu og bæta sjaldan við sig greini. sértæk orð Orð sem hafa þrönga eða afmarkaða merkingu eru kölluð sértæk . skyld orð Orð sem hafa sömu rót. slangur Orð sem ekki hafa fengið almenna viðurkenningu í málinu. Oft orð af erlendum uppruna. Stundum eru þessi orð kölluð slettur . sterk beyging nafnorða Þegar nafnorð endar á samhljóði í fallbeygingu er beygingin kölluð sterk. Dæmi um nafnorð með sterkri beygingu: fingur, hestur, mynd sterk beyging sagna Sagnir sem hafa fjórar kennimyndir eru sagðar hafa sterka beygingu . Þá er þátíð 1. persónu eintölu eitt atkvæði. Dæmi: lesa – ég las . stofn Orð getur haft mismunandi beygingarmyndir en ákveðinn hluti þess helst samt stöðugur í allri beygingu. Sá hluti er kallaður stofn. tíð Sagnorð hafa tvær tíðir; nútíð og þátíð . Dæmi: ég les, ég las . tala Tölur orða eru tvær; eintala og fleirtala . Fallorð og sagnorð hafa yfirleitt mismunandi myndir eftir því hvort þau standa í eintölu eða fleirtölu. töluorð Einn af fimm flokkum fallorða. Töluorð eru ýmist frumtölur eða raðtölur . tökuorð Nýyrði sem fengin eru að láni úr öðrum tungumálum. Dæmi: bíll, orgel, rúta . tvíhljóð Tvíhljóð eru samsett úr tveimur einhljóðum: au (ö+í), á (a+ú), ei/ey (e+í), ó (o+ú), æ (a+í) uppflettimynd Sú mynd orða sem notuð er í orðabókum. upphrópun Einn af fimm flokkum óbeygjanlegra orða. Dæmi: á, uss, æ . veik beyging nafnorða Þegar nafnorð enda á sérhljóði öllum föllum eintölu er beygingin kölluð veik . Dæmi um orð með veikri beygingu: bolli , plata , tölva veik beyging sagnorða Sagnir sem hafa þrjár kennimyndir eru sagðar hafa veika beygingu . Þá er þátíð 1. persónu mynduð með viðskeyti og hefur fleiri en eitt atkvæði. viðskeyti Orðhluti sem skeytt er aftan við rót til þess að mynda ný orð. Algeng viðskeyti eru t.d. -ari og -lingur . viðskeyttur greinir Þegar greini er skeytt aftan við nafnorð til að gera það ákveðið er hann kallaður viðskeyttur . víðtæk orð Orð sem hafa víða eða breiða merkingu eru kölluð víðtæk . þátíð Sú tíð sagnorða sem er notuð til að tákna það sem er liðið
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=