Finnbjörg - rafbók

miðstig Eitt af þremur stigum lýsingarorða. Hin heita frumstig og efsta stig . nafnháttarmerki Orðið að er kallað nafnháttarmerki þegar það stendur með sögn í nafnhætti. Það tilheyrir flokki óbeygjanlegra orða. nafnháttur Sú mynd af sagnorði sem birt er í orðabókum, þ.e. uppflettimynd sagnorða. nafnorð Einn af fimm orðflokkunum sem tilheyra fallorðum. Nafnorð fallbeygjast og geta bætt við sig greini. Þeim er skipt í samnöfn og sérnöfn . Sérnöfn bæta sjaldan við sig greini. nútíð Sú mynd sagnorða sem notuð er til að tákna það sem ekki er liðið. nýmerking Þegar gömul orð í málinu fá nýja merkingu eru þau kölluð nýmerking . Dæmi: pæla, sími, skjár . nýyrði Orð sem hefur verið myndað til að tákna hlut eða hugtak sem ekki var til áður. Dæmi: tónhlaða, tölva, þyrla . orðhluti Minnsta eining í gerð orðs sem hefur ákveðið hlutverk eða merkingu. Orðhlutar eru forskeyti, rót, viðskeyti og beygingarending . Dæmi: for • mað • ur • inn orðtak Fast orðasamband sem þarf að vera í ákveðnu samhengi til þess að merking þess skiljist. Dæmi: að heltast úr lestinni, að vera allar bjargir bannaðar . óbeygjanleg orð Orð sem hvorki fallbeygjast né tíðbeygjast. Fimm orðflokkar tilheyra flokki óbeygjanlegra orða, þ.e. samtengingar, forsetningar, atviksorð, nafnháttarmerki, upphrópun . óbein ræða Þegar haft er óbeint eftir einhverjum það sem hann hefur sagt í stað þess að segja það orðrétt. óhlutstæð orð Orð sem tákna óáþreifanlega hluti, fyrirbæri eða tilfinningar. Dæmi: ást, kuldi, sorg . ósamsett orð Orð sem hefur eina rót. Dæmi: hús, ís, ljós . persóna Sagnir hafa mismunandi form eftir því hvort þær eiga við 1. persónu, 2. persónu eða 3. persónu í eintölu eða fleirtölu. Dæmi: ég les, þú lest, þeir lesa, við lesum, þið lesið, þeir lesa . raðtala Töluorð sem tákna röð eru kölluð raðtölur. Dæmi: þriðji, þrettándi, þrítugasti . rót Sá hluti orðs sem er sameiginlegur öllum skyldum orðum. Orð sem hafa sömu rót eru kölluð skyld orð. Samsett orð hafa fleiri en eina rót. sagnorð Orð sem beygjast í tíð, þ.e. nútíð eða þátíð , kallast sagnorð eða sögn. sambeyging Þegar fallorð standa hlið við hlið og beygjast saman er sagt að þau sambeygist. samheiti Orð með sömu eða svipaða merkingu kallast samheiti. Dæmi: hestur – fákur . samhljóð Samhljóðin eru: b, d, ð, f, g, h, j, k, l, m, n, p, r, s, t, v, x, þ . samnafn Samnöfn eru sameiginleg heiti á hlutum eða fyrirbærum. Þau eru skrifuð með litlum stöfum og við þau má bæta greini. samsett orð Orð sem hafa fleiri en eina rót. Dæmi: lyklaborð, skólataska, tölvuleikur .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=