Finnbjörg - rafbók
frumstig Lýsingarorð hafa þrjú stig; frumstig, miðstig og efsta stig . Uppflettimynd lýsingarorða er alltaf í frumstigi. grannir sérhljóðar Einhljóðin i (y), e, u, ö, o, a eru stundum sögð heita grannir sérhljóðar . greinir Einn af fimm flokkum fallorða kallast greinir . Greinir er notaður til að gera nafnorð ákveðin. Hann er oftast notaður viðskeyttur og kallast þá viðskeyttur greinir . Dæmi: strákur • inn, tölv • an . hljóðbreyting Tiltekið sérhljóð í orði breytist í annað skv. ákveðnum reglum. Helstu hljóðbreytingar kallast hljóðvarp , hljóðskipti , klofning . huglæg orð Orð sem hafa huglæga merkingu og eru óáþreifanleg. Dæmi um slík orð eru ást , einkunn , gleði . hlutstæð orð Orð sem hafa hlutlæga merkingu og eru áþreifanleg. Dæmi um slík orð eru epli , glas , penni . kenniföll Þau þrjú föll nafnorða sem gefa bestu mynd af beygingu þeirra, þ.e. nefnifall eintölu, eignarfall eintölu og nefnifall fleirtölu . Í orðabókum eru endingar orðanna yfirleitt sýndar. Þannig væru kenniföll orðsins hestur skráð hestur, -s, -a r. kennimyndir Þær beygingarmyndir sagna sem hægt er að draga aðrar myndar af kallast kennimyndir . Kennimyndir sterkra sagna eru fjórar en kennimyndir veikra sagna eru þrjár. Dæmi um sterka sögn: lesa – las – lásum – lesið Dæmi um veika sögn: skrifa – skrifaði – skrifað . kyn orða Kyn orða eru þrjú; karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn . Nafnorð hafa fast kyn, það merkir að þau eru alltaf í sama kyni. Lýsingarorð hafa hins vegar ekki fast kyn. Þegar þau standa með nafnorði fá þau sama kyn og það. laus greinir Einn af fimm flokkum fallorða. Stendur með lýsingarorði og nafnorði. Dæmi: Hinn fróði maður, hin fróða kona . lýsingarorð Einn af fimm flokkum fallorða. Þau fallbeygjast og beygjast í kyni og tölu. Flest lýsingarorð stigbreytast. Dæmi: hvítur, kaldur, kátur . lýsingarháttur Beygingarmynd sagnorða. margræð orð Orð sem hafa fleiri en eina merkingu eru nefnd margræð . Dæmi um margræð orð: bolli, háls, ketill . málsgrein Hver málsgrein inniheldur a.m.k. eina setningu. Málsgrein hefst á stórum staf og endar á punkti. málsháttur Fullgerð málsgrein. Felur oft í sér ákveðna lífsspeki eða almenn sannindi. Dæmi: Barnið vex en brókin ekki .
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=