Finnbjörg - rafbók

aðalfall Nefnifall fallorða. Í orðabókum eru öll fallorð skráð í nefnifalli. afleidd orð Orð sem leidd eru af öðrum orðum með viðskeyti, forskeyti eða hljóðbreytingu . andheiti Andheiti orðs er það orð sem hefur gagnstæða merkingu. Andheitið af orðinu stór er lítill . atkvæði Framburðareining sem inniheldur alltaf eitt sérhljóð og getur einnig haft eitt eða fleiri samhljóð. Orðið hús hefur eitt atkvæði en húsið tvö. atviksorð Einn af orðflokkunum fimm sem tilheyra óbeygjanlegum orðum. Algeng atviksorð eru t.d. vel , illa , ekki , aldrei . aukafall Öll önnur föll en aðalfallið, þ.e. þolfall, þágufall eða eignarfall . bein ræða Þegar tekið er orðrétt upp það sem einhver segir. Bein ræða er afmörkuð með gæsalöppum. beygingarending Orðhluti sem bætt er við stofn orðs til að mynda mismunandi beygingarmyndir þess. Dæmi: hús • inu . breiðir sérhljóðar Þeir bókstafir sem notaðir eru til að tákna tvíhljóðin au, ei (ey), æ, ó, á og í (ý ), ú eru oft kallaðir breiðir sérhljóðar. efnisgrein Safn málsgreina sem mynda efnislega heild í texta. Efnisgreinar eru afmarkaðar með greinaskilum í rituðu máli. efsta stig Flest lýsingarorð hafa þrjú mismunandi stig, þ.e. frumstig , miðstig og efsta stig , sbr. stór , stærri , stærstur . fallbeyging Fallorð geta beygst í fjórum mismunandi föllum. Þau kallast nefnifall, þolfall, þágufall og eignarfall . fallorð Orð sem geta fallbeygst. Fimm orðflokkar tilheyra fallorðum, þ.e. nafnorð, lýsingarorð, fornöfn, töluorð, greinir . fallstjórn Orð sem geta stýrt aukafalli fallorða eru sögð hafa fallstjórn . Þau eru stundum kölluð fallvaldar. Forsetningar eru alltaf fallvaldar . fornöfn Einn af fimm flokkum fallorða er kallaður fornöfn . Þau beygjast í kyni, tölu og falli. Undirflokkar fornafna eru ábendingarfornöfn, spurnarfornöfn, afturbeygt fornafn, persónufornöfn, óákveðin fornöfn . forsetningar Einn af fimm flokkum óbeygjanlegra orða. Forsetningar standa alltaf með fallorði í aukafalli. Algengar forsetningar eru um , frá , til . forskeyti Orðhluti sem skeytt er framan á orð til þess að mynda ný orð. Algeng forskeyti eru and -, for -, mis -. frumtala Töluorð sem tákna tölur eru kallaðar frumtölur. Dæmi: einn , tveir , þrettán . SKILGREININGAR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=