Finnbjörg - rafbók
Skammstafanir í málfræði afn . afturbeygt fornafn ao . atviksorð áfn . ábendingarfornafn ef eignarfall efn eignarfornafn e st efsta stig et eintala fn fornafn frb . framburður fs . forsetning fst . frumstig ft fleirtala gr . greinir hk hvorugkyn kk . karlkyn km . kennimynd kvk . kvenkyn lh . lýsingarháttur lo . lýsingarorð mst . miðstig nf nefnifall nh . nafnháttur nhm . nafnháttarmerki no . nafnorð nt . nútíð ófn . óákveðið fornafn p . persóna pfn . persónufornafn s b . sterk beyging sfn . spurnarfornafn so . sagnorð st . samtenging st s . sterk sögn to töluorð uh . upphrópun v b . veik beyging v s . veik sögn þf þolfall þgf þágufall þt . þátíð h e i l r æ ð i v i ð r i t u n o g s t a f s e t n i n g u Nokkur Fáum er það til lista lagt að skrifa vandaðan og réttan texta án þess að æfa sig og prófa sig áfram. Eftirfarandi heilræði er alltaf gott að hafa í huga: 1. Lestu mikið, helst eitthvað á hverjum degi. 2. Vandaðu framburð þinn. 3. Skrifaðu sem oftast alls konar texta, t.d. sendibréf, tölvupóst, dagbók eða annað sem þér dettur í hug. 4. Vandaðu skriftina þína og gættu þess að hún sé læsileg. Hafðu kommur fyrir ofan stafi greinilegar sem og muninn á stórum og litlum stöfum. 5. Flettu upp í orðabókum eða í orðasöfnum á Netinu ef þú ert í vafa um rithátt orðs. 6. Safnaðu óvenjulegum orðum, t.d. í litla stílabók. 7. Lestu textann þinn yfir upphátt. Þannig heyrir þú gjarnan ef orðalagið er ekki í lagi. 8. Notaðu villuleitarforrit þegar þú skrifar textann í tölvu. Gættu þess þó að hæfileikar forritsins eru takmarkaðir.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=