Finnbjörg - rafbók

8. SKIPTING ORÐA MILLI LÍNA ■ Oft er þörf á því að skipta orðum milli lína í texta og gilda um það sérstakar reglur. ■ Ef vafi leikur á um hvernig skipta á orði ætti að sleppa skiptingunni og skrifa allt orðið í einni línu. ■ Bandstrik ( - ) er notað til að tákna skiptinguna. Bandstrikið táknar að framhald orðsins komi í næstu línu. REGLUR 1. Ósamsettum orðum er skipt milli lína þannig að síðari liðurinn hefst á sérhljóði: glugg-inn, stelp-an, þok-unni 2. Samsettum orðum er skipt milli lína um samskeytin með bandstriki. Þá þarf síðari liðurinn að sjálfsögðu ekki að byrja á sérhjóði: fót-bolti, ís-skápur, sjón-varp 3. Þegar orð eru margsamsett ætti að skipta þeim um aðalsamskeytin: myndmennta-stofa, eldhús-vaskur – ekki mynd-menntastofa, eld-húsvaskur 4. Orðum með forskeyti eða viðskeyti ætti að skipta um samskeytin: f or-vitinn, mis-tökin, ör-uggur 5. Sumum orðum er ekki hægt að skipta milli lína: ánægja, hérna, ístað, ósætti, úti 6. Aldrei er fluttur einn stafur milli lína eða einn stafur skilinn eftir í línu. Kæra frænka. Mér finnst mjög gam­ an í sumarleyfinu. Ég vakna snemma á morgnana. Jón sefur alltaf lengi. Stund­ um sefur hann alveg framað hádegi. Afi segir að hann sé al­ gjör nátthrafn, vaki á kvöldin en sofi á daginn. afi / all-lengi / bæj-anna / elda-vél / fjör-ugur / fljót-astur / for-vitni / færsla / grynnstu / ham-ingja / harðna / há-degi / hálfn-aður / himn-eskur / Ing-unn / kosn-ingar / lang-ur / leikni / mamma / Ólaf-ía / pabbi / skips-ins / stóls-ins / vakn-aði / vöðv-inn / æpa / ör-uggur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=