Finnbjörg - rafbók

2. KOMMA • Komma er notuð milli orða eða liða í upptalningu: ✔ Í skápnum eru geymdir bollar , diskar , skálar og glös • Komma er notuð til að afmarka ávarp. Ávarp er ýmist fremst í setningu eða því skotið inn í hana: ✔ Amma mín , viltu gefa mér pönnuköku? Hættu nú í tölvunni , Bogga mín , og farðu að læra . • Komma er notuð til að afmarka innskotssetningu eða innfellda liði. Innskotssetningu og innfellda liði er hægt að strika út úr málsgrein án þess að setningin missi sjálfstæða merkingu: ✔ Þessi strákur , sem ég sagði þér frá áðan , hringdi í mig í gær Páll Steinsson , besti vinur hans Geira bróður , lenti í fyrsta sæti á skákmótinu 3. TVÍPUNKTUR • Tvípunktur er settur á undan beinni ræðu ef á undan fara inngangsorð eða inngangs­ málsgrein: ✔ Þá sagði Bogga : „Ég ætla ekki að fara að sofa strax “ • Tvípunktur er settur á undan upptalningu sem fer á eftir inngangsorðum: ✔ Á innkaupalistanum stendur : Mjólk, smjör, brauð, egg, ostur og skyr • Algengast er að á eftir tvípunkti fari stór stafur. 4. GÆSALAPPIR • Íslenskar gæsalappir hafa fremri gæsalappirnar niðri við línu en þær aftari uppi. Gæsa­ lappirnar líta út eins og 99 og 66 . • Gæsalappir eru notaðar til að afmarka beina ræðu: ✔ Bogga sagði: „ Ég ætla að grafa dýpri holu en þú “ • Gæsalappir eru notaðar til að afmarka beina tilvitnun: ✔ Á miðanum stendur : „ Sandskrímsli hafa aldrei sést á þessum slóðum . “ • Gæsalappir má nota til að afmarka útlensk orð sem notuð eru í íslenskum texta, t.d. slettur: ✔ Hann er algjör „ wannabe “

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=