Finnbjörg - rafbók
■ Greinarmerki eru sett í texta til þess að auðvelda lestur og skilning. ■ Sum greinarmerki eru notuð til að auðvelda skilning, önnur eru notuð til að tákna þögn, spurningu eða undrun. ■ Gera þarf skýran greinarmun á punkti og broddi yfir stöfum. 1. PUNKTUR • Punktur er settur á eftir málsgrein ef ekki eru notuð önnur greinarmerki, s.s. spurn ingarmerki, tvípunktur eða upphrópun: ✔ Hér er úlpan þín . Hvar er úlpan mín? Þetta er nú eitthvað einkennilegt! • Á eftir fyrirsögn er ekki settur punktur. • Á eftir raðtölu, sem skrifuð er með tölustöfum, á að vera punktur. Ekki er settur punktur á eftir raðtölu ef notuð er bugða. Ekki má gleyma punktinum í dag setningum: ✔ Halldór lenti í 1 . sæti 12) Brotabrot . Lea á afmæli 21 . nóvember • Punktar eru notaðir í skammstöfunum. Punktarnir eru alltaf jafnmargir og orðin sem eru skammstöfuð. Ekki er haft bil á eftir punktunum: ✔ o . fl . (og fleira), t . d . (til dæmis), o . s . frv . (og svo framvegis), s . s . (svo sem) • Aldrei eru hafðir tveir punktar í lok málsgreinar þótt hún endi á raðtölu eða skamm stöfun: ✔ Þeir komu þann 28 . Við sáum alls konar dýr; kýr, kindur, ketti, hunda o fl . • Ekki er settur punktur á eftir skammstöfunum í mælikerfinu: ✔ m (metri), km (kílómetri), kg (kíógram,) gr (gramm) • Þrír punktar eru notaðir sem merki um úrfellingu úr texta: ✔ Hún var alein þegar hún vaknaði Fyrir utan gluggann heyrðist þrusk . . . E E R R M N K I I G R A SJÖUNDI KAFLI
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=