Finnbjörg - rafbók

14. FORSETNINGARNAR AÐ OG AF Forsetningarnar að og af hafa margar mismunandi merkingar og hlutverk. Yfirleitt er skýr merkingarmunur á þeim: Farðu af hliðinu. Hlauptu að hliðinu. Hann grét af sársauka. Hvað er að honum? Stundum verður merkingin óljós og þá er hætta á því að orðunum sé ruglað saman. Gott er að reyna að læra utanbókar hvort orðið á við hverju sinni. að að fyrra bragði að gefnu tilefni gera grín að einhverju huga að einhverju leika sér að einhverju leita að einhverjum raka einhverju að sér þykja gaman að einhverju af af ásettu ráði leggja eitthvað af mörkum leggja af stað reyta af sér brandarana súpa seyðið af einhverju vakna af svefni vera hrifinn af einhverjum hafa gaman af einhverju

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=