Finnbjörg - rafbók

13. EITT ORÐ EÐA TVÖ ■ Reglur um eitt og tvö orð geta verið svolítið flóknar. ■ Merking orða, venjur og hefðir ráða miklu um það hvort þau eru skrifuð sem samsett orð eða sem orðasamband. Stundum koma upp vafamál. ■ Gæta þarf þess vel að slíta ekki í sundur orð sem rita á í einu orði, t.d. sumarstarf , vetrarfatnaður , skólabækur REGLUR Tvö orð 1. Orðasambönd með orðunum háttur, konar, kostur, kyn, megin, sinni, staður, tími, vegna og vegur eru yfirleitt skrifuð í tveimur orðum. háttur: lítils háttar, margs háttar, mikils háttar konar: alls konar, eins konar, einhvers konar, hvers konar, margs konar kostur: að minnsta kosti, alls kostar kyn: alls kyns, hvers kyns, margs kyns megin: báðum megin, hérna megin, hinum megin, öðrum megin sinni: einhverju sinni, einu sinni, hverju sinni, nokkru sinni staður: alls staðar, annars staðar, einhvers staðar, sums staðar tími: einhvern tíma(nn), nokkurn tíma(nn) vegna: hvers vegna, þess vegna vegur: annars vegar, einhvern veginn, engan veginn, hins vegar 2. Ýmis orðasambönd eru skrifuð sem tvö orð: fram hjá, inn í, suður í, sunnan við, út af, út undan, út frá, yfir um, eins og, enda þótt, enn fremur, enn þá 3. Töluorð eru skrifuð aðskilin: tuttugu og átta, eitt hundrað og sjö Eitt orð 1. Gæta þarf þess að skrifa samsett orð ekki sem tvö orð: skákmót, spennusaga 2. Forskeyti og forliðir eru skrifuð áföst aðalorðhlutanum: aðalinngangur, allsterkur, andstæðingur, framkoma, frammistaða, fullgóður, háalvarlegur, hálflatur, jafnheitur, langbestur, síðastliðinn 3 . Ýmis atviksorð og forsetningar eru mynduð af fallorðum eða hafa myndast við sam­ runa smáorðs og fallorðs. Slík orð eru skrifuð í einu lagi eins og aðrar samsetningar: aðeins, aldrei, allsendis, alltaf, ávallt, framvegis, gegnum, hálfvegis, kringum, langtum, rösklega, umhverfis, útbyrðis, þannig

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=