Finnbjörg - rafbók

12. UM Y , Ý OG EY Þegar skýra á rithátt orða með y , ý og ey er yfirleitt gripið til þess að leita til skyldra orða, uppruna eða í beygingar orðanna. 1. Skrifa skal y þegar o , u eða ju er í stofni orðsins eða skyldum orðum: bjuggum – byggi, grunnur – grynnri ofar – yfir, sonur – synir, sund – synda 2. Skrifa skal ý þegar ú , jú eða jó er í stofni orðsins eða skyldum orðum: brú – brýr, fljótur – flýtir, hús – hýsi ljós – lýsa, ljúka – lýkur 3. Skrifa skal ey þegar au er í stofni orðsins eða skyldum orðum: hlaupa – hleypti, kaupa – keypti rauk – reykur, taug – teygja 4. Sum orð eru skrifuð með y vegna þess að svo var gert í fornu máli þótt uppruninn sé ekki ljós: gys, kynstur, lydda 5. Í orðum þar sem hljóðskiptin í – ei – i koma fyrir er ekki skrifað y , ý , ey : bíða – beið – biðum – beðið beiðni, bið, biðja, biðill grípa – greip – gripum – gripið greipar, grip, gripur líta – leit – litum – litið leit, leita, leitni, litur síga – seig – sigum – sigið seigur, sig, siga skína – skein – skinum – skinið skeina, sólskin slíta – sleit – slitum – slitið slit, slitna, slitur 6. Þegar klofning ( e > ja , jö ) kemur fram í stofni orðs eða skyldum orðum er ekki skrifað y heldur i : firðir (fjörður), kilir (kjölur), birta (bjartur), hilla (hjalli), Birna (Björn) 7. Stundum leikur vafi á því hvort skrifa eigi y í orðum. Þá verður að leita að uppruna orðsins, skyldum orðum í öðrum tungumálum eða fletta upp í orðabók: byrja (s börja), dyr (d dør), eyra (d øre), sykur (d sukker)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=