Finnbjörg - rafbók

6. Alltaf eitt n-reglan a) Kvenkynsnafnorð sem eru mynduð af stofni sagna með viðskeytinu - un eða - an eru skrifuð með einu n -i: blessun (að blessa) bilun (að bila) hugsun (að hugsa) mengun (að menga) skoðun (að skoða) ritun (að rita) án greinis með greini nf. skoðun skoðunin þf. skoðun skoðunina þgf. skoðun skoðuninni ef. skoðunar skoðunarinnar b) Mörg óbeygjanleg orð enda á - an : áðan, héðan, hvaðan, meðan, neðan, ofan, síðan, sunnan, vestan, þaðan c) Oft enda lýsingarorð og fornöfn á - an . allan, engan, gerðan, góðan, háan, langan, ýmsan d) Gæta þarf vel að hvort um er að ræða lýsingarorð sem endar á - an eða nafnorð með greini sem endar á - ann : brattan (lo.) hallann (no.) kaldan (lo.) klakann (no.) stóran (lo.) pokann (no.) 7. Miskunnarreglan Orð sem enda á - kunn eru skrifuð með - nn í öllum föllum eintölu og fleirtölu. einkunn, forkunn, miskunn, vorkunn 8. Sæunnarreglan Kvenmannsnöfn mynduð af unnur eru skrifuð með - nn í öllum föllum. Dýrunn, Iðunn, Jórunn, Steinunn, Sæunn, Þórunn 9. Um n og nn í endingum lýsingarorða a) Lýsingarorð sem enda á - inn eða - in beygjast eins og greinirinn: nf fyndinn (hinn) maður fyndin (hin) kona þf fyndinn (hinn) mann fyndna (hina) konu þgf fyndnum (hinum) manni fyndinni (hinni) konu ef fyndins (hins) manns fyndinnar (hinnar) konu b) Orðin lítill og mikill eru í þolfalli eintölu í karlkyni skrifuð lítinn og mikinn . c) Skrifa skal enn (ao.) þegar hægt er að setja enn þá í staðinn, annars en (st.): Ekki er enn (enn þá) vitað hvort þau koma um jólin en (st ) það kemur í ljós

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=