Finnbjörg - rafbók

3. Steins-reglan Karlkynsorð sem enda á - inn og - unn í nefnifalli eru skrifuð með einu n -i í aukaföllum. Alltaf eru jafnmörg n í öllum föllum og í orðinu steinn . Greinilegur munur er á orðinu steinn í nefnifalli og þolfalli (nf. steinn – þf. stein ). Þessi munur heyrist ekki í orðum eins og himinn ( um himin ) og morgunn (um morgun ) Þess vegna er gott að setja orðið steinn í stað karlkynsnafnorða sem enda á -inn og - unn hér er himinn hér er steinn um himin um stein Ég sé í heiðan himin. Ég sé í stóran stein. hér er morgunn hér e r steinn um morgun um stein Þessi morgunn er góður. Þessi steinn er góður. Ég settist um miðjan morgun . Ég settist um miðjan stein . orð sem enda á -inn arinn, drottinn, himinn, Héðinn, Huginn, Kristinn, Muninn, Óðinn, Reginn, Skarphéðinn, Þórarinn, Þráinn orð sem enda á -unn jötunn, morgunn 4. Nokkur nöfn af erlendum uppruna eru skrifuð með einu n-i í öllum föllum: nf Kjartan Kvaran Natan Satan þf Kjartan Kvaran Natan Satan þgf Kjartani Kvarani Natani Satani ef Kjartans Kvarans Natans Satans 5. Valfrjálst er hvort skrifað er Auðun eða Auðunn . eignarfall stei n s stei n a morgu n s morg n a himi n s him n a Óði n s þágufall stei n i stei n um morg n i morg n um him n i him n um Óð n i þolfall stei n stei n a morgu n morg n a himi n him n a Óði n nefnifall stei nn eintala stei n ar fleirtala morgu nn eintala morg n ar fleirtala himi nn eintala him n ar fleirtala Óði nn eintala

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=