Finnbjörg - rafbók

9. UM HV- OG KV- ■ Algengast er að orð sem hefjast á hv - séu borin fram eins og þau hefjist á kv - . ■ Sum orð hafa mismunandi merkingu eftir því hvort þau eru skrifuð með hv - eða kv - . REGLUR 1. Öll spurnarorð eru skrifuð með hv : hvað, hvaða, hvaðan, hvar, hve, hvenær, hver, hvernig, hversu, hví, hvílíkur, hvor, hvort 2. Mörg orð eru skrifuð með k -i samkvæmt framburði: ákveða, kvak, kvein, kveðja og kvarta 3. Stundum getur samanburður við dönsku verið til leiðbeiningar: hvítur sbr hvid Orð með hv ■ hvað spurnarorð ■ hvalir dýr ■ hvelja húð ■ hver spurnarorð, heit uppspretta ■ hviða vindhviða ■ hvika hopa, hörfa ■ hví spurnarorð ■ hvísl talað lágt Orð með kv ■ kvað so. að kveða ■ kvalir þjáningar ■ kvelja so. að pína ■ kver lítil bók ■ kviða hljómkviða ■ kvika so. hreyfast ■ kví rétt, byrgi ■ kvísl vatnsfall, hey- eða ættkvísl

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=