Finnbjörg - rafbók

8. UM F OG V ■ Oftast tákna f og v ólík hljóð, t.d. í upphafi orða og orðhluta. ■ Stundum er erfitt að átta sig á því hvort skrifa á f eða v þegar hljóðin eru inni í orði. REGLUR 1. Í upphafi orða og orðliða í samsettum orðum segir framburður til um hvort skrifa skal f eða v : fara, vara; kjötverð, sjóferð 2. Ef hljóðið tilheyrir rótinni er skrifað f : álf • ur, ef • i, erf • iði, haf • a, hverf • a, líf • ga, lof • a 3. Ef hljóðið tilheyrir ekki rótinni er skrifað v : frjó • vga, glögg • va, hrökk • va, myrk • vi, sljó • vga, stöð • va, sæ • var, Æ • var, æ • vi, æ • vintýri, öl • vaður, ör • va 4. Til er tvenns konar ritháttur í nokkrum orðum: Svafa og Svava, máfur og mávur röfl og rövl 5. Aldrei er skrifað v í eftirfarandi orðum: húfa, lófi, rófa, skrúfa, tófa, þúfa 6. Orðin æ vi, hvaðanæva, ævinlega og ævintýri eru öll skrifuð með v -i svo og orð sem af þeim eru dregin.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=