Finnbjörg - rafbók

7. UM J, JE OG É ■ Yfirleitt er skrifað j í orði ef það heyrist í framburði, annars ekki. ■ Nokkrar undantekningar eru á þessari reglu. Þær byggjast aðallega á því hvaða sérhljóð fer á eftir j -inu. REGLUR Ekki er skrifað j : 1. Á eftir sérhljóðunum í og ei er ekki skrifað j : bleia, kría, kríur, olía, stía, stíur, Svíi, sveia, nía, tía 2. Á eftir g og k er ekki skrifað j ef sérhljóðarnir e, i, í, y, ý, ei, ey eða æ eru næst á eftir: gefa, gæta, kerra, kíma, kunningi, kæti 3. Ekki er skrifað j á eftir ý , ey eða æ ef i fer á eftir: nýir, heyið, bæinn 4. Ekki er skrifað j á milli sérhljóða á samskeytum samsettra orða: hey • anna, ný • ár, Sæ • unn Undantekning frá þessu er í orðinu Eyj • ólfur REGLUR Skrifað er j : 1. Á eftir ý , æ og ey skal skrifa j í ósamsettum orðum ef a eða u fara næst á eftir. bæja, bæjum, eyja, eyjum, flækja, flækjum, hlýjan, hlýjum, kunningjar, kunningjum REGLUR um je og é 1. Yfirleitt er skrifað é þótt je heyrist í framburði: ég, fé, félag, fékk, féll, hérað, vér 2. Nöfn bókstafa eru skrifuð með é : bé, dé, gé 3. Skrifað er je í fleirtölumynd nokkurra nafnorða sem dregin eru af sögnum, sem enda á ja : byrja – byrjendur, leigja – leigjendur, sækja – sækjendur, syrgja – syrgjendur, þiggja – þiggjendur Gott að vita nýi – nýja kunningi – kunningja bæir – bæja flækir – flækja hlýir – hlýjar segir – segja

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=