Finnbjörg - rafbók

6. UM G ■ Í sumum orðum og orðmyndum er skrifað g þótt það heyrist ekki í framburði. ■ Yfirleitt nægir að skoða stofn orðsins, skyld orð eða aðra beygingarmynd til þess að ganga úr skugga um hvort skrifa á g eða ekki. logi segi morgnar ljúga Hér er skrifað g því það kemur skýrt fram í framburði stofnsins í aukaföllunum: Hér er skrifað g af því að það kemur skýrt fram í þátíðinni: Hér er skrifað g því það kemur skýrt fram í framburði stofnsins í eintölunni: Hér er skrifað g því það kemur skýrt fram í þátíðinni: um loga sagði morgunn laug REGLUR 1. g-ið heyrist í aukaföllum bogi / um boga hagi / um haga logi / um loga svigi / um sviga 2. g-ið heyrist ef greinirinn er tekinn í burtu laugin / laug sögin / sög lögin / lög taugin / taug 3. g-ið heyrist ef orðið er sett í eintölu hægir / hægur þægir / þægur 4. g-ið heyrist í annarri beygingarmynd fljúga / flaug beygja / beygði margt / margur lágt / lægra / lægð segja / sagði þegja / þagði / þögn 5. g-in eru jafnmörg og í nafnhættinum byggja / byggði hugga / huggaði rugga / ruggaði tyggja / tuggði Athuga vel – annað fall – aðra tölu – aðra mynd – skylt orð Gott að vita Sum orð eru skrifuð með g-i þótt það heyrist ekki í framburði. Þau orð verður að leggja á minnið eða leita í orðabækur. Athugaðu t.d. orðin: bjúga, hrúga, klígja, krógi, plága og skógur .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=