Finnbjörg - rafbók

5. SÉRHLJÓÐAR Á UNDAN NG OG NK ■ Gæta þarf vel að rithætti orða með ng og nk vegna þess að yfirleitt er rithátturinn ekki í samræmi við framburð. ■ Algengast er að skrifa grannan sérhljóða þótt fram­ burður bendi til þess að skrifaður sé breiður sérhljóði . REGLUR 1. Á undan ng og nk er skrifaður grannur sérhljóði þótt framburður bendi oft til þess að rita eigi breiðan sérhljóða. banki, dunkur, dynkur, engi, fang, langur, lengi, lyng, spöng, svangur, syngja, tengja, þungur 2. Á undan ng og nk skal skrifa ó og æ í samræmi við framburð. frænka, kóngur, kónguló, sæng, vængur 3. Samsett orð eru skrifuð í samræmi við orðhlutana. brúnkol (brún+kol), fíngerður (fín+gerður), launkofi (laun+kofi), túngarður (tún+garður) 4. Í fleirtölu þátíðar sagnarinnar hanga er skrifað é í samræmi við framburð: héngu, héngju, héngum grannir sérhljóðar a, e, i, o, u, y, ö breiðir sérhljóðar au, á, í, ei, ey , ó, ú, æ a fyrir á langur, svangur u fyrir ú lunga, tunga e fyrir ei drengur, gengur y fyrir ý syngja, yngja i fyrir í fingur, hringur ö fyrir au göng, löng Svangi Mangi Það er strangur gangur fyrir svangan Manga að flytja þang í fangi fram á langa tanga. drengur hönk fangi langur engill stingur þröng skenkja banka lungu spöng tengi ungar dynkur fingur vinkill Drangey svangur hringur peningar tungl mengun rangt öngull

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=