Finnbjörg - rafbók

NAFNORÐ SAGNORÐ LÝSINGAR- ORÐ 3. UM STAFAVÍXL OG NAUÐSYN ÞESS AÐ GÆTA AÐ STOFNI ORÐA ■ Stundum er erfitt að heyra í hvaða röð stafir eiga að vera og þá er hætt við stafavíxli. ■ Í sumum orðum heyrist ekki hvort rita á samhljóða eða ekki. ■ Í nokkrum sögnum er hætta á að stafur falli niður vegna þess að hann heyrist ekki í framburði. Til að koma í veg fyrir stafavíxl er gott að finna stofn orðsins eða skyld orð. Vandaður framburður getur einnig auðveldað leitina að rétta rithættinum. Röð stafanna er alltaf í samræmi við röðina í stofninum. vafaorðið stofninn, skylt orð eða önnur beygingarmynd barns barn, börn botns botn, botna bragðs bragð, bregða dags dag, dagur lands land, landa morgnar morgun, morgunn svengd svöng, svangur margt mörg, margur stærstur stór, stærð ungt ung, ungur útbelgdur belgur, belgja fylgdi fylgja, fylgd gegndi gegna, gegning, gagn hringt hringja, hringing rigndi rigna, rigning sigldi sigla, sigling skefldi skefla, skafl negldi negla, nagli tefldi tefla, tafl verndi vernda, vernd

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=