Finnbjörg - rafbók

REGLUR Um lítinn staf 1. Viðurnefni eru skrifuð með litlum staf þegar þau koma á eftir sérnafninu: Ari fróði, Jón lærði 2. Skammstafanir eru skrifaðar með litlum staf: m a , o s frv , t d 3. Samnöfn eru skrifuð með litlum staf nema í upphafi málsgreina. Það á við um: • Þjóðflokkaheiti og tungumálaheiti: indíáni, danska, íslenska • Starfsheiti, titla og embætti: kennari, forseti, frú, herra, ráðherra • Nöfn einstakra daga og mánaða: laugardagur, júlí, þorri, góa • Námsgreinar: náttúrufræði, stærðfræði, enska, íslenska • Nöfn hátíða og tyllidaga: aðventa, hvítasunna, jól, páskar, skírdagur, sjómannadagurinn, verslunarmannahelgin • Dýra- og jurtaheiti: hundur, köttur, snigill, fífill, sóley, baldursbrá Gott að vita Í samsettum heitum fyrirtækja, bóka, verslana, kvikmynda o.fl . er aðeins hafður stór stafur í fyrsta orðinu. Á næstu grösum, Kossar og ólífur, Út og suður, Mál og menning, Rokk og rósir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=