Finnbjörg - rafbók

2. STÓR STAFUR OG LÍTILL ■ Aðalreglan um stóra og litla stafi er að sérnöfn eru skrifuð með stórum staf en samnöfn með litlum. ■ Stundum koma upp vafaatriði og þá þarf að skoða reglurnar vel. REGLUR Um stóran staf 1. Alltaf er skrifaður stór stafur í upphafi málsgreinar. 2. Alltaf er skrifaður stór stafur á eftir punkti nema þegar punkturinn er hluti af skammstöfun. 3. Yfirleitt er skrifaður stór stafur á eftir tvípunkti, spurningarmerki eða upphrópun. 4. Skammstafanir fyrirtækja eru skrifaðar með stórum staf: ÍSAL, SKÝRR 5. Sérnöfn eru skrifuð með stórum staf. Það á við um: • Mannanöfn og gælunöfn: Arndís, Ásgeir, Didda, Geiri, Nonni • Guða- og goðanöfn: Jesús, Óðinn, Týr • Heiti dýra og hluta, t.d. skipa: Snati, Kíkí, Herjólfur • Örnefni, t.d. landaheiti, staðaheiti, bæjanöfn, nöfn gatna: Danmörk, Vík, Hóll, Hlíðarvegur • Nöfn landshluta og heimsálfa: Norðurland, Evrópa • Örnefni dregin af samnöfnum: Tjörnin (í Reykjavík), Pollurinn (á Ísafirði), Lónið (á Seyðisfirði) • Stytt staðanöfn: Bakkinn (Eyrarbakki), Fjörður (Hafnarfjörður), Heiðin (Hellisheiði) • Bóka- og blaðaheiti: Vítahringur, Fréttablaðið, Séð og heyrt, Vikan • Heiti kvæða og kvikmynda: Þar sem háir hólar, Á elleftu stundu • Þjóðaheiti, nöfn á íbúum landshluta: Danir, Íslendingar, Norðlendingar, Svarfdælingar, Norðfirðingar • Samsett hátíðanöfn þar sem fyrri liðurinn er sérnafn: Jónsmessa, Þorláksmessa • Viðurnefni sem skeytt er framan við sérnafn: Bólu-Hjálmar, Grasa-Gudda, Svangi-Mangi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=