Finnbjörg - rafbók

1. STAFSETNINGARREGLUR Íslensk stafsetning byggist á fáummeginreglum sem aðrar reglur eru síðan byggðar á. Þótt þær nægi ekki einar og sér til að skýra rithátt orða eru þær hentugar til stuðnings í stafsetningunni. 1. Framburðarreglan felst í því að orð eru skrifuð eftir framburði, þ.e. hver bókstafur táknar ákveðið hljóð. Þetta er mikilvæg regla í stafsetningu en hún dugir ekki alltaf til þess að stafsetja orð rétt. Hún er líka háð því að framburður sé vandaður og skýr og því er mikilvægt að æfa hann. Framburðarreglan lærist oftast sjálfkrafa samhliða lestri. 2. Hefðarreglan byggist á venjum sem m.a. eru settar til að samræma rithátt. Sjónminni er mikilvægt til þessaðnýtasér hana.Samskonar hefðir eðavenjurmá finna í stafsetningarreglum allra tungumála þótt þær séu mismunandi. Í þýsku er t.d. farið eftir þeirri venju að skrifa öll nafnorð með stórum staf. Í íslensku er reglan hins vegar sú að sérnöfn eru skrifuð með stórum staf. 3. Upprunareglan leitar uppruna orðsins þótt hann komi ekki alltaf skýrt fram í framburði. Oft má skýra rithátt orða sem hafa y eða með því að vísa til uppruna. Það á t.d. við um orðið fyrir . Hægt er að skýra ritháttinn með því að leita uppruna orðsins í dönsku. 4. Orðhlutareglan er mikilvæg regla í stafsetningu. Til þess að geta beitt henni er mikilvægt að skilja orðin, kunna að beygja þau, geta skipt þeim í orðhluta og hafa góða æfingu í að finna skyld orð. Orðhlutareglan felur nefnilega í sér að rót orðsins helst stöðug í stafsetningu þrátt fyrir breytilegan framburð. Stundum eiga sér stað hljóðbreytingar í rótinni. dag • ur kunn • a tefl • a dag • s kenn • a tafl deg • i kenn • ing töfl dög • un kann • a tefl • di RÓT RÓT RÓT N N T T A I E F G S S SJÖTTI KAFLI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=