Finnbjörg - rafbók

7. MÁLFAR Vandað og gott málfar þykir flestum eftirsóknarvert. Í mörgum störfum í þjóðfélaginu er bein­ línis gerð krafa um slíkt. Þá er ætlast til þess að fólk tali vandað mál og án villna, notaðar séu réttar beygingar og viðeigandi orðaval án erlendra slettna eða orðalags. Sumir líta reyndar svo á að þeir geti tamið sér það málfar sem þá lystir. Ef við hins vegar gætum þess ekki að standa vörð um íslenskt mál og málfar er hætt við því að tungumálið verði að lokum eins og götótt flík sem enginn vill nota. Þeir semáhuga hafa á því að vandamál sitt ættu að gefa gaumað því hvernig orð fallbeygjast, tíðbeygjast, hvað orð merkja og hvernig rétt orðatiltæki eru. Einnig að hlusta eftir hljómfalli orðanna og áherslum og gæta þess að ekki falli niður orðhlutar í framburði. Gott er að hlusta eftir því hvernig aðrir tala og velta því fyrir sér hvað sé vandað og hvað óvandað mál. Vandað mál – Lokaðu dyrunum. – Ég vil fara. – Mig dreymdi þig. – Í símanum voru þrenn skilaboð. – Hann langar í sund. – Teitur hlakkar til. – Ég skil þetta ekki. – Hann var laminn. – Hann vantar ýmislegt. – Ég þekki systur þína. – Við hvern ertu að tala? – Ég var sótt í skólann. – Ég skrúfaði fyrir kranann. – Þekkir þú Önnu Sóleyju? – Fyrst þú segir það hlýtur það að vera rétt. – Við ætlum að halda þessu áfram. – Halla leikur á hljóðfæri. – Góða helgi. Óvandað mál – Lokaðu hurðinni. – Ég vill fara. – Ég dreymdi þig. – Í símanum voru þrjú skilaboð. – Honum langar í sund. – Teit hlakkar til. – Ég er ekki að skilja þetta. – Það var lamið hann. – Honum vantar ýmislegt. – Ég þekki systir þína. – Við hvern ertu að tala við? – Það var sótt mig í skólann. – Ég slökkti á krananum. – Þekkir þú Önnu Sóley? – Víst þú segir það hlýtur það að vera rétt. – Við ætlum að halda þessu ámfram. – Halla leikur á hljómfæri. – Hafðu góða helgi. S j a l d a n e r e i n b á r a n s t ö k

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=