Finnbjörg - rafbók

3. HLUTSTÆÐ ORÐ OG ÓHLUTSTÆÐ Orð sem tákna áþreifanlega hluti, lifandi eða dauða, eru nefnd hlutstæð orð eða hlutlæg , t.d. bók, bíll , húfa , rúm, smjör , þota . Orð sem tákna óáþreifanlega hluti, fyrirbæri eða tilfinningar eru nefnd óhlutstæð eða huglæg , t.d. ást , hatur , kennsla, reiði , sorg, öfund Stundum er erfitt að greina á milli hlutstæðra orða og óhlutstæðra. Hvernig myndir þú t.d. flokka eftirfarandi orð: draugur, hiti, kuldi, frost, metri, sólskin, fjöldi? 4. MARGRÆÐ ORÐ Orð semhafa fleiri en einamerkingu eru nefnd margræð . Það á við um fjölmörg orð í málinu, t.d. bolli , háls og mál . bolli a) mannsnafnið Bolli b) bolli til að drekka úr c) spékoppur í kinn háls a) líkamshluti b) hæð í landslaginu c) flöskuháls mál a) tungumál b) lítið ílát c) stærð, sbr. að taka mál af einhverju 5. VÍÐTÆK ORÐ OG SÉRTÆK Orð sem hafa víða merkingu eru kölluð víðtæk , t.d. orðin gróður , menntun og rit . Orð sem hafa þrönga eða afmarkaða merkingu eru kölluð sértæk , t.d. túnfífill , grunnskólamenntun , Finnbjörg . Sum orð hafa hvorki víðtæka né sértæka merkingu. Stundum ræður samhengi orðanna því hvort þau teljast vera víðtæk eða sértæk. Dæmi um orð sem raðað er frá hinu víðtæka til hins sértæka: a) jarðarbúi – Evrópumaður – Íslendingur – Vestfirðingur b) planta – blóm – pottablóm – friðarlilja c) tré – barrtré – fura – dvergfura Rétt Bæði á okkar réttu hillu. Bækurnar á sinni réttu hillu. Rétt bók á réttri hillu. Í réttri röð. Réttu réttinn. Réttum úr okkur. Réttum okkur af. Snúum bökum saman. Höfum rétt fyrir okkur. Þórdís Richardsdóttir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=