Finnbjörg - rafbók

4. BEIN RÆÐA OG ÓBEIN Þegar eitthvað er haft orðrétt eftir fólki er notuð bein ræða . Þá eru settar gæsalappir í textann til þess að afmarka það sem sagt er. Óbein ræða er notuð þegar sagt er frá því sem einhver annar sagði. Þá er ekki endilega allt haft alveg orðrétt eftir fólki en þess gætt að innihaldið komist rétt til skila. Oft þarf að breyta fornöfnum og sagnorðum þegar beinni ræðu er breytt í óbeina. Sá sem skrifar sögu getur valið milli þess að nota beina ræðu eða óbeina. Með því að láta persónurnar tala sjálfar í stað þess að segja frá því sem þær segja má gæða textann lífi. Algengt er sjá beina ræðu í þjóðsögum. Í fréttatexta er algengara að sjá óbeina ræðu. Bein ræða: „Ég er alls ekki hrædd við sand­ skrímsli,“ sagði Bogga. Óbein ræða: Bogga sagði að hún væri alls ekki hrædd við sandskrímsli. Kæru fundargestir! Við erum hér saman komin til að fagna því hversu vel er búið að músum þessa lands ...

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=