Finnbjörg - rafbók

Setningafræði fjallar um setningar í málinu. Hún fjallar til dæmis um hvernig texti er byggður upp og hvernig orðunum er raðað saman í setningar og málsgreinar. 1. EFNISGREIN Varla er hægt að lesa blaðsíðu í bók eða blaði án þess að taka eftir því að efni textans er skipt niður með greinaskil­ um . Greinaskil eru sett í textann með línubili eða með því að draga orðin í næstu línu inn um nokkur stafabil. Efnisgrein er sá texti sem stendur milli greinaskila. Lengd efnisgreina er mismunandi, stundum er efnisgrein mjög stutt, jafnvel aðeins nokkur orð, en oftast er hún nokkrar línur. Kafli í bók, frétt í blaði eða sendibréf eru vanalega byggð upp af nokkrum efnisgreinum. Hver efnisgrein er ein heild sem rúmar eina hugsun. Efnisgrein hefur þannig upphaf , miðju og endi . Algengt er að efnisgreinar séu fimm til fimmtán línur. Minna en tvær línur og meira en hálf síða getur tæplega verið í lagi. 2. MÁLSGREIN Málsgrein hefst á stórum staf og hún endar á punki eða spurningarmerki. Hún getur verið eitt, tvö eða þrjú orð og hún getur líka verið miklu lengri en það. 3. SETNING Setning er samband orða sem inniheldur að minnsta kosti eitt sagnorð. Í einni málsgrein getur verið ein eða fleiri setningar. Þá eru þær tengdar saman með kommu eða samtengingu. S E F T N I I N GA Æ Ð R Þessi texti er þrjár efnisgreinar Sjórinn er ótrúlega kaldur. Bogga getur ekki hugsað sér að reyna að synda í honum þótt hana langi mikið til þess. Kannski getur hún gert það seinna í sumar. Ámorgun koma gestir í heimsókn. Þeir ætla að gista í nokkrar nætur. Amma er búin að taka allt til og afi fór í bæinn og keypti í matinn. Hann keypti líka alls konar kökur og kex til að hafa með kaffinu. Amma varð mjög glöð þegar hún sá hvað hann hafði keypt. Boggu langar að vera hér í allt sumar. Hún hefur aldrei skemmt sér svona vel. Góða veðrið kemur öllum í gott skap og það er alltaf eitthvað skemmtilegt við að vera. Þessi efnisgrein er fjórar málsgreinar Hvar eru allir? Mér leiðist að bíða hérna alein allan daginn. Í gær þurfti ég að bíða fram að hádegi eftir að Bogga kæmi með skófluna sína. Núna er klukkan að verða fjögur og það hefur ekki hræða sést á ströndinni. Þessi málsgrein er þrjár setningar Litla dýrið lá þarna í sandinum en Bogga lá á handklæðinu og tók bara alls ekki eftir því. FJÓRÐI KAFLI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=