Finnbjörg - rafbók

11. SAMTENGINGAR Samtengingar tengja saman orð, orðasambönd eða setningar. Þær taka engumbreytingum, þær fallbeygjast ekki, tíðbeygjast ekki og geta ekki stigbreyst. Algengar samtengingar eru t.d. en , eða , og , sem, þegar . • Samtengingar taka engum breytingum. • Samtengingar tengja saman orð eða setningar. 12. NAFNHÁTTARMERKI Orðflokkurinn nafnháttarmerki inniheldur aðeins eitt orð, þ.e. orðið að . Það stendur á undan sögn í nafnhætti. Í orðabókum eru sagnorð alltaf skráð í nafnhætti. Þegar orðið að stendur ekki á undan sagnorði í nafnhætti tilheyrir það öðrum orðflokkum. að er nafnháttarmerki: Bogga er að gráta. að er atviksorð: Hvað er að ? að er forsetning: Hvað er að þér? að er samtenging: Hún sagði að Jón væri farinn. 13. UPPHRÓPANIR Orðflokkurinn upphrópanir er heldur smár. Orðin sem tilheyra honum lýsa t.d. gleði, undrun, ótta eða hræðslu. a ð , e ð a , e f , e n , e n d a , h v o r t , n e m a , o g , s e m , s v o , þ e g a r , þ ó t t hæ hó ó jú uss nei

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=