Finnbjörg - rafbók

Atviksorð taka engum breytingum, þau hvorki fallbeygjast né tíðbeygjast. Hins vegar geta nokkur atviksorð stigbreyst. Það á t.d. við um orðin oft , vel og illa . Atviksorð sem stigbreytast Ég kem hingað oft , þú oftar og Bogga oftast . Þú gerir þetta vel , þau gera þetta betur en hann best . Ég skrifa illa , þú skrifar verr , hann skrifar verst . 10. FORSETNINGAR Forsetningar hafa það hlutverk að stýra falli á fallorðum. Þær standa oftast á undan fallorðinu og ákvarða hvort það er notað í þolfalli , þágufalli eða eignarfalli Forsetningar taka engum breytingum, þær fallbeygjast ekki, tíðbeygjast ekki og geta ekki stigbreyst. • Forsetningar taka engum breytingum. • Forsetningar stýra falli á fallorðum. • Forsetningar standa alltaf með fallorði í aukafalli. – Sumar forsetningar stýra þolfalli: um hest, yfir hest, undir hest, kringum hest – Sumar forsetningar stýra þágufalli : frá hesti, af hesti, undan hesti, hjá hesti – Sumar forsetningar stýra eignarfalli: til hests, án hests, vegna hests á, að, af, án, ásamt, auk, eftir, frá, fram, fyrir, gegnum, handa, hjá, í, kringum, með, meðal, milli, til, um, undir, upp, úr, vegna, við, yfir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=