Finnbjörg - rafbók

8. ÓBEYGJANLEG ORÐ Óbeygjanleg orð eru stundum kölluð smáorð . Þau hvorki fallbeygjast né tíðbeygjast. Hlutverk þeirra er mismunandi, sum stýra falli, önnur tengja saman orð og setningar. Fimm orðflokkar tilheyra hópi óbeygjanlegra orða. Þeir eru misstórir og í þeim minnsta er aðeins eitt orð. 9. ATVIKSORÐ • Atviksorð fallbeygjast ekki. • Atviksorð tíðbeygjast ekki. • Örfá atviksorð geta stigbreyst. aðeins bráðum ekki ferlega framvegis hingað inni mjög núna sérstaklega uppi þarna þokkalega sæmilega niðri oft héðan vel erlendis hérna illa ávallt ✱ samtengingar ✱ forsetningar ✱ atviksorð ✱ nafnháttarmerki ✱ upphrópanir Atviksorð standa oftast með sagnorðum, lýsingarorðum eða öðrum atviksorðum. – Með sagnorðum: Hún syngur vel . Ég syng illa . Þú kemur oft í heimsókn. – Með lýsingarorðum: Ég er mjög þreytt. Hann er ákaflega fallegur. – Með öðrum atviksorðum: Bogga er þarna úti . Atviksorð ákveða nánar hvar , hvernig og hvenær eitthvað er gert eða gerist. Sum atviksorð eru notuð til sérstakrar áherslu, t.d. mjög, sérstaklega, ferlega Hvar sástu mús? Ég sá hana hérna, þarna, inni, uppi og niðri Hvernig líður honum? Honum líður vel, illa, sæmilega eða þokkalega Hvenær komið þið? Við komum núna, oft, aldrei, sjaldan eða bráðum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=