Finnbjörg - rafbók

5. Kennimyndir Sagnir hafa margar beygingarmyndir. Sumar þeirra eru kallaðar kennimyndir . Kennimyndir veikra sagna eru þrjár, kennimyndir sterkra sagna eru fjórar. Kennimyndir eru eins konar vegvísir sem gefur til kynna hvernig allar myndir sagnarinnar eiga að vera. a) Veikar sagnir Þátíð sagna sem hafa veika beygingu myndast með beygingarendingunni - aði , -ði , -di eða -ti . Kennimyndir þeirra eru þrjár. Beygingin er stundum kölluð regluleg . að ... ég ... í gær ég hef ... hreyfa hreyfði hreyft krydda kryddaði kryddað leiða leiddi leitt sækja sótti sótt Nokkrar veikar sagnir: baka, elda, elska, fylgja, hafa, hitta, hlusta, læra, mjólka, mynda, prjóna, skrifa, smíða, sparka, spila, synda, tapa, tefla, vakna, veiða, öskra tíð nútíð þátíð tala eintala fleirtala persóna 1. persóna 2. persóna 3. persóna beyging veik beyging sterk beyging kennimyndir annað nafnháttarmerki Rifjaðu upp SAGNORÐ b) Sterkar sagnir Þátíð sagna sem hafa sterka beygingu er aðeins eitt atkvæði. Í stofni sagnanna á sér stað hljóðbreyting. Kennimyndirnar eru fjórar. Beygingin er stundum kölluð óregluleg . að ... ég ... í gær við ... í gær ég hef ... fara fór fórum farið hrjóta hraut hrutum hrotið líta leit litum litið slíta sleit slitum slitið Nokkrar sterkar sagnir: aka, ala, brjóta, detta, drekka, falla, finna, geta, gráta, hlaupa, sofa, taka, vinna, þjóta K e n n i m y n d i r A f l e i d d a r m y n d i r fara – fór – fórum – farið farðu fer förum farið færi farinn fóru ferð færir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=