Finnbjörg - rafbók

3. Persóna og tala Sagnorð beygjast eftir persónumog tölu. Þaðmerkir að þær fámismunandi beygingarendingar eftir því hvaða persóna stendur með þeim og eftir því hvort persónan stendur í eintölu eða fleirtölu. 1. persóna eintala Ég sef. Ég borða. Ég græt. Ég gleymi. 1. persóna fleirtala Við sofum. Við borðum. Við grátum. Við gleymum. 2. persóna eintala Þú sefur. Þú borðar. Þú grætur. Þú gleymir. 2. persóna fleirtala Þið sofið. Þið borðið. Þið grátið. Þið gleymið. 3. persóna eintala Hann sefur. Hann borðar. Hann grætur. Hann gleymir. 3. persóna fleirtala Þeir sofa. Þeir borða. Þeir gráta. Þeir gleyma. eintala fleirtala 1. persóna Ég hrýt. Við hrjótum. 2. persóna Þú hrýtur. Þið hrjótið. 3. persóna Hann hrýtur. Þeir hrjóta. 4. Veikar og sterkar sagnir Þátíð sagnorða er mynduð ámismunandi hátt. Stundumbætist ending við stofninn og stundum er þátíðin aðeins eitt atkvæði og hljóðbreyting á sér stað í stofninum. Þegar sagnir mynda þátíð í eintölu með því að bæta endingunni -aði , -ði , -di eða -ti við stofninn er sagt að þær hafi veika beygingu . Þegar sagnir mynda þátíð í eintölu án þess að bæta endingu við stofninn er sagt að þær hafi sterka beygingu . Stundum er talað um veikar og sterkar sagnir . Veikar sagnir Ég borðaði mat. Ég horfði á þig. hitta – hitti læra – lærði ræða – ræddi smíða – smíðaði vona – vonaði Sterkar sagnir Ég s vaf vel. Ég leit út. bíta – beit fara – fór geta – gat lesa – las slíta – sleit ending í þátíð eintölu engin ending í þátíð eintölu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=