Finnbjörg - rafbók

1. Nafnháttur Sagnir geta staðið í mörgum mismunandi myndum en sú mynd sem til dæmis er sýnd í orðabókum er kölluð nafnháttur . Nafnháttur þekkist á því að orðið að er sett fyrir framan sögnina. Stofn sagnorða finnst einmitt með því að setja sögnina í nafnhátt. hann les / að lesa • við hlaupum / að hlaupa • ég kallaði / að kalla Nafnhátturinn hentar vel til þess að finna út hvort skrifa á einfaldan eða tvöfaldan sam- hljóða eða hver röð stafanna í orðinu er. kippti ■ að kippa rigndi ■ að rigna keppti ■ að keppa tefldi ■ að tefla teppti ■ að teppa sprengdi ■ að sprengja hreppti ■ að hreppa nefndi ■ að nefna klippti ■ að klippa hringdi ■ að hringja smellti ■ að smella þurfti ■ að þurfa 2. Tíð Tíðir sagna í íslensku eru tvær, nútíð og þátíð . Nútíð lýsir því sem er að gerast, gerist oft eða á eftir að gerast. Þátíð lýsir því sem er liðið. Allar sagnir geta tíðbeygst. nútíð þátíð Bogga sefur núna. Bogga svaf áðan. Bogga kemur oft í heimsókn. Bogga kom oft í heimsókn. Bogga skoðar bók. Bogga skoðaði bók. Bogga fer á morgun. Bogga fór í gær. Bogga hrýtur aldrei. Bogga hraut í nótt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=