Finnbjörg - rafbók

7. SAGNORÐ Sagnorð eru stór og fjölbreyttur orðflokkur. Orð sem tilheyra honumeru stundumkölluð sagnir . Í hverri setningu er a.m.k. eitt sagnorð. Þekkja má sagnir með því að setja nafnháttarmerkið að fyrir framan þær, t.d. að lesa , að fara , að sofa , að hrjóta . • Sagnorð hafa nútíð og þátíð. • Sagnorð breytast eftir persónum. • Sagnorð beygjast í kennimyndum. • Sagnorð geta stjórnað falli á fallorðum. Eitt helsta hlutverk sagnorða er að greina frá því sem gerist eða gerðist og lýsa því sem er eða var. Bogga fór snemma að sofa Hún svaf lengi og hana dreymdi mikið Eitt helsta einkenni sagnorða er að þau hafa tvær tíðir, nútíð og þátíð . Bogga sefur núna. Hún svaf lítið í nótt. Hvert sagnorðgetur staðið ímörgummismunandi myndum. Þau hafa líka mismunandi tölur og persónur. Við afi hrjótum ekki en amma hrýtur oft. Við Steinn hrutum ekki. Í nótt hraut Bogga hátt. Þótt Bogga hryti var ömmu alveg sama. „Þú mátt alveg hrjóta ,“ sagði hún. Þegar Bogga og Steinn voru pínulítil hrutu þau stundum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=