Finnbjörg - rafbók

6. GREINIR Aðeins eitt orð tilheyrir orðflokki sem kallast greinir , það er orðið hinn . Hlutverk þess er að gera nafnorð ákveðin. • Greinirinn fallbeygist eins og önnur fallorð. • Greinirinn er til í eintölu og fleirtölu. • Greinirinn er mismunandi eftir kyni. Þegar greininum er skeytt aftan við orðið er talað um viðskeyttan greini . Viðskeyttur greinir telst ekki vera sjálfstætt orð. Þegar greinirinn stendur fyrir framan nafnorðið er talað um lausan greini . laus greinir viðskeyttur greinir enginn greinir karlkyn Hinn heiti sandur. Heiti sandur inn Heitur sandur. kvenkyn Hin gula sól. Gula sól in . Gul sól. hvorugkyn Hið bjarta veður. Bjarta veðr ið . Bjart veður. Rifjaðu upp GREINIR kyn karlkyn kvenkyn hvorugkyn tala eintala fleirtala fall nefnifall þolfall þágufall eignarfall annað laus greinir viðskeyttur greinir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=