Finnbjörg - rafbók

5. TÖLUORÐ Töluorð tákna ákveðna upphæð, magn eða fjölda einhvers. Þau eru ýmist táknuð með bókstöfum eða tölustöfum. • Töluorð geta fallbeygst. • Töluorðum er skipt í frumtölur og raðtölur. Töluorðumer skipt í frumtölur ( einn , tveir , þrír , þrettán , þrjátíu ) og raðtölur ( fyrsti , annar , þriðji , þrettándi , þrítugasti ). Aðeins fyrstu fjórar frumtölurnar geta fallbeygst og staðið í mismunandi kyni, það eru orðin einn , tveir , þrír og fjórir . Hin töluorðin eru alltaf eins í öllum föllum og öllum kynjum. Orðið sem þau eiga við ræður kyninu. karlkyn kvenkyn hvorugkyn einn einn strákur ein stelpa eitt barn tveir tveir strákar tvær stelpur tvö börn þrír þrír strákar þrjár stelpur þrjú börn fjórir fjórir strákar fjórar stelpur fjögur börn fimm fimm strákar fimm stelpur fimm börn Raðtölur standa í mismunandi falli, kyni og tölu eftir því með hvaða orðum þau standa. karlkyn kvenkyn hvorugkyn fyrsti fyrsti maðurinn fyrsta konan fyrsta barnið fimmti fimmti maðurinn fimmta konan fimmta barnið fimmtándi fimmtándi maðurinn fimmtánda konan fimmtánda barnið Gott að vita Þegar raðtala er táknuð með tölustaf er settur punktur fyrir aftan hana. Mikilvægt er að muna eftir punktinum t.d. í dagsetningum, sbr. 25. janúar, 28. apríl, 1. júlí, 5. september, 21. nóvember o.s.frv. Ekki ætti að blanda saman tölustöfum og bókstöfum í orðum eins og 2ja, 3ja, 2svar, 3svar. Nota skal bókstafi í stað tölustafa þegar kostur er. Ekki er gott að nota ýmist tölustafi eða bókstafi í sama texta, samanber: Jón er tólf ára en Siggi er 9 ára .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=