Finnbjörg - rafbók

4. FORNÖFN Fornöfn eru fallorð sem koma oftast í staðinn fyrir nafnorð eða vísa til nafnorða. Stundum eru þau notuð til að komast hjá endurtekningum. Þetta er Stefán . Stefán er fjórtán ára. Þetta er Stefán . Hann er fjórtán ára. Hvar eru krakkarnir ? Krakkarnir eru hér. Hvar eru krakkarnir ? Þeir eru hér. • Fornöfn fallbeygjast eins og önnur fallorð. • Fornöfn eru til í eintölu og fleirtölu. • Fornöfn bæta hvorki við sig greini né stigbreytast. • Fornöfn eru til í sex undirflokkum. Undirflokkar fornafna Fornöfnum er skipt í sex flokka. Flokkunin er byggð á hlutverki orðanna í setningum og merkingu þeirra. Sumum finnst gott að leggja nöfn fornafnanna á minnið með því að taka fyrsta stafinn í heiti þeirra og raða þeim í orð sem er reyndar algjör orðleysa, þ.e. ásapóe . á bendingarfornöfn p ersónufornöfn s purnarfornöfn ó ákveðin fornöfn a fturbeygt fornafn e ignarfornöfn persónufornöfn ég, þú, hann, hún, það afturbeygt fornafn sig, (sér, sín) eignarfornöfn minn, þinn, sinn, vor ábendingarfornöfn sá, þessi, hinn spurnarfornöfn hver, hvor, hvaða, hvílíkur óákveðin fornöfn annar, fáeinir, enginn, neinn, ýmis, báðir, sérhver, hvorugur, sumur, hver (og) einn, hvor (og) nokkur, einhver Einnig: allur, annar hvor, annar hver, annar tveggja, hvor tveggja, sjálfur, slíkur, samur (sami) og þvílíkur Rifjaðu upp kyn karlkyn kvenkyn hvorugkyn tala eintala fleirtala fall nefnifall þolfall þágufall eignarfall stig frumstig miðstig efsta stig undir- ábendingarfornöfn flokkar spurnarfornöfn afturbeygt fornafn persónufornöfn óákveðin fornöfn eignarfornöfn FORNÖFN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=