Finnbjörg - rafbók

1. Stigbreyting Lýsingarorð eru einu fallorðin sem geta stigbreyst , t.d. mjúkur, mýkri, mýkstur Stigbreytingin sýnir meðal annars samanburð ólíkra persóna, dýra eða hluta. Stigin heita frumstig , miðstig og efsta stig . Í orðabókum standa lýsingarorð alltaf í frumstigi. Miðstig og efsta stig eru mynduð með því að bæta endingu við stofninn. Stundum eiga sér stað hljóðbreytingar í stofninum í stigbreytingunni. Í óreglulegri stigbreytingu hefur lýsingarorðið fleiri en einn stofn. frumstig miðstig efsta stig regluleg þreyttur þreyttari þreyttastur stigbreyting kaldur kaldari kaldastur djúpur dýpri dýpstur óregluleg góður betri bestur stigbreyting lítill minni minnstur vondur verri verstur 3. LÝSINGARORÐ Lýsingarorð lýsa hlutum, verum eða fyrirbærum. Þau standa oft með nafnorðum og lýsa þeim nánar. • Lýsingarorð fallbeygjast. • Lýsingarorð geta stigbreyst. • Lýsingarorð standa í mismunandi kyni og tölu. Hér er einn gulur bíll. Lýsingarorðið stendur í karlkyni eintölu Hér eru tveir gulir pennar. Lýsingarorðið stendur í karlkyni fleirtölu Hér eru fjórar gular dósir. Lýsingarorðið stendur í kvenkyni fleirtölu Hér er ein gul flaska. Lýsingarorðið stendur í kvenkyni eintölu Rifjaðu upp LÝSINGARORÐ kyn karlkyn kvenkyn hvorugkyn tala eintala fleirtala fall nefnifall þolfall þágufall eignarfall stig frumstig miðstig efsta stig beyging veik sterk

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=