Finnbjörg - rafbók

2. NAFNORÐ Nafnorð eru nöfn eða heiti einhvers, t.d. ást , blóm , haf , jól , sandur , skóli , Snati, sól Þeim er skipt í sérnöfn og samnöfn . Sum nafnorð geta verið ýmist sérnöfn eða samnöfn eftir því í hvaða samhengi þau eru notuð, t.d. í setningunni Ég gaf Rós rós . • Nafnorð fallbeygjast. • Nafnorð bæta við sig greini. • Nafnorðum er skipt í sérnöfn og samnöfn. • Sérnöfn eru skrifuð með stórum staf. 1. Sérnöfn og samnöfn Sérnöfn eru nöfn eða heiti einstaklinga, hluta eða fyrirbæra. Þau eru skrifuð með stórum staf, eru oftast notuð í eintölu og bæta sjaldan við sig greini. Einstaka sinnum er greinirinn þó hluti af sérnafninu, til dæmis Morgunblaðið , Þjóðleikhúsið og Tunglið . Bogga, Hekla, Norðurland, Páll, Vatnajökull, Þorláksmessa Samnöfn eru sameiginleg heiti á hlutum eða fyrirbærum. Þau eru skrifuð með litlum staf og við þau má bæta greini. blóm, hestur, jól, páskar, regnbogi, strákur Ég gaf Rós rós. Þú sýndir Steini þennan stein ... sérnafn eða samnafn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=