Finnbjörg - rafbók

Rifjaðu upp 7. Kyn orða Kyn orða eru þrjú, karlkyn , kvenkyn og hvorugkyn . Nafnorð hafa fast kyn. Það merkir að þau eru karlkynsorð, kvenkynsorð eða hvorugkynsorð. Önnur fallorð hafa mismunandi kyn vegna þess að þau laga sig að því orði sem þau standa með. Í orðabókum eru lýsingarorð alltaf skráð í karlkyni. karlkyns nafnorð blár bíll lítill strákur stórir hestar kvenkyns nafnorð blá úlpa lítil stelpa stórar kindur hvorugkyns nafnorð blátt band lítið barn stór lömb 8. Orðabækur Margar gerðir af orðabókum eru til um íslenskt mál. Í sumum þeirra er að finna upplýsingar um kyn orða, beygingu þeirra og einnig hvaða orðflokki þau tilheyra. Til þess að spara plássið í orðabókunum eru notaðar skamm­ stafanir sem eru stundum styttri en venjulegar skammstafanir. Þá stendur til dæmis aðeins H í stað hk . , KV í stað kvk . og K í stað kk . Oft eru gefnar upp endingar orða, t.d. stendur afi ,-a, -ar K . Það segir okkur að orðið afi er karlkynsorð sem í eignarfalli eintölu er afa og í fleirtölu nefnifalli afar . Þessar beygingamyndir eru kallaðar kenniföll . karlkyn hann maturinn álfur, diskur, fiskur, gaffall, hnífur, ís, köttur, lækur, ostur, penni, rjómi, ská- pur, spegill, vegur, þungi kvenkyn hún súpan ást, ánægja, gleði, hilla, hurð, kaka, kýr, kæfa, mjólk, mús, rófa, saga, skál, skeið, súpa, tölva, ýsa, þreyta hvorugkyn það barnið afkvæmi, auga, álegg, blað, brauð, dýr, egg, epli, fat, ferðalag, grjót, her- bergi, hjarta, kál, smjör, vatn FALL- ORÐ fallorð aðalfall aukaföll kenniföll sambeyging eintala eintöluorð fleirtala fleirtöluorð karlkyn kvenkyn hvorugkyn hefilbekkur, -s eða -jar K – borð til að hefla á hvarmur, -s, -ar K – augnlok, svæðið kringum augun kjölur, kjalar, kilir K – neðsti hluti skips, báts lambfé, -fjár H – ær með lömb léreft, -s H – tegund vefnaðarvöru obbi, -a, -ar K – mestur hluti, mikið af e-u þverbiti, -a, -ar K – biti sem liggur þversum í lofti milli súða uppland, -s, -lönd H – afréttir HJÁLPARORÐ Til þess að finna rétt kyn orða er gott að nota hjálparorðin hann , hún og það .

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=