Finnbjörg - rafbók

Í íslensku eru tvær tölur, eintala og fleirtala . Flest nafnorð hafa mismunandi form eftir því hvort þau standa í eintölu eða fleirtölu, til dæmis bók og bækur . Stundum eru nafnorð eins í báðum tölum, til dæmis orðin blóm, borð, hús, ljóð, ljós, og mús Sum nafnorð eru aðeins til í eintölu og önnur aðeins í fleirtölu, þau orð eru oft kölluð eintöluorð og fleirtöluorð . EINTALA eitt blað ein fluga eitt hús ein kaka einn maður einn steinn FLEIRTALA mörg blöð margar flugur mörg hús margar kökur margir menn margir steinar EINTÖLUORÐ ánægja, forvitni, fólk, gleði, hamingja, hatur, mjólk, sykur, verð FLEIRTÖLUORÐ buxur, dyr, jól, landa­ mæri, skilaboð, skæri, tónleikar, trúarbrögð HJÁLPARORÐ Til að finna út tölu nafn­ orða er gott að setja orðin einn, ein og eitt eða margir, margar og mörg fyrir framan vafaorðið. Ef töluorðin einn , tveir , þrír eða fjórir eru notuð með fleir­ töluorðum er sagt t.d. einar buxur , tvenn skæri , þrennar dyr , fern skilaboð , þrennir tónleikar, tvenn landamæri o.s.frv. einar buxur ein skilaboð einar dyr tvennar buxur þrennar buxur fernar buxur tvennar dyr þrennar dyr fernar dyr tvenn skilaboð þrenn skilaboð fern skilaboð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=