Finnbjörg - rafbók

4. Vandbeygð orð Sum nafnorð eru vandbeygð og getur verið gott að leggja beygingu þeirra á minnið. Það á t.d. við um eftirfarandi orð: nefnifall kýr ær faðir bróðir fé himinn hönd vetur þolfall kú á föður bróður fé himin hönd vetur þágufall kú á föður bróður fé himni hendi vetri eignarfall kýr ær föður bróður fjár himins handar vetrar Stundum getur verið nauðsynlegt að fletta upp í orðabókum til að sjá hvernig orð fallbeygjast. 5. Fallbeyging mannanafna Fallbeyging mannanafna getur verið svolítið flókin, ekki síst þegar nöfnin eru sjaldgæf. Þegar fólk ber tvö nöfn þarf að gæta þess að beygja þau bæði. Hér er Laufey Björg um Laufeyju Björgu frá Laufeyju Björgu til Laufeyjar Bjargar Hér er Jón Erlingur um Jón Erling frá Jóni Erlingi til Jóns Erlings Hér er Sverrir Páll um Sverri Pál frá Sverri Páli til Sverris Páls Nokkur vandbeygð mannanöfn 6. Eintala og fleirtala Hægt er að fletta upp beygingum á orðum, hvort sem það eru mannanöfn eða önnur orð, á síðunni Beygingarlýsing íslensks nútímamáls : http://www.lexis.hi.is/beygingarlysing/ ÞOLFALL ÞÁGUFALL EIGNARFALL NEFNIFALL hér er um frá til Birkir Birki Birki Birkis Björk Björk Björk Bjarkar Brá Brá Brá Brár Diljá Diljá Diljá Diljár Hjörtur Hjört Hirti Hjartar Jökull Jökul Jökli Jökuls Sigrún Sigrúnu Sigrúnu Sigrúnar Styrmir Styrmi Styrmi Styrmis Þöll Þöll Þöll Þallar Örn Örn Erni Arnar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=